Beint í efni

stundum alltaf

stundum alltaf
Höfundur
Haraldur Jónsson
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
1995
Flokkur
Ljóð

Úr stundum alltaf:

gegnsæ svo það glittir í
beinabygginguna finnur fyrir
þunganum þegar hann hreyfir
sig rafmagn úr gólfteppinu
leiðir frá iljunum upp í
hársrót náladofi í fingrunum og
andardrátturinn er jafnmjúk-
ur loga sem leitar upp á við

------

hann hverfur inn í dimmt
herbergið og grunur læðist
að honum um að
útlínur ógreinilegra innan-
stokksmuna skarist illi-
lega við hans eigin

-------

sjóndeildarhringurinn liggur milli
höfuðs og axla í sömu hæð og hálsinn
má segja að andlitið er í forsælu svo
hvíta augnanna verður gegnsærri
skírari þekktar hljóðmyndanir berast
innan úr útlínum hennar sem hreyfast
öðru hverju visst tímaleysi ríkir er
ekki mælanlegt og þegar þokan snert-
ir jörðina er hún svo róleg að hún
heldur að hún sé að deyja

Fleira eftir sama höfund

Fylgjur

Lesa meira

EKKI - ástarsaga

Lesa meira