Beint í efni

Þögult vitni

Þögult vitni
Höfundur
Ragnar Jónasson
Útgefandi
Skjaldborg
Staður
Reykjavík
Ár
2005
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Skáldsagan Dumb Witness eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars.

Fégráðugir ættingjar heimsækja Emily Arundel, auðuga, roskna konu, í páskafríinu og hún lætur næstum lífið þegar hún dettur á tortryggilegan hátt í stiganum heima hjá sér. Almennt er álitið að hún hafi hrasað um bolta sem hundurinn á heimilinu átti. Hún er þó ekki viss um að þetta sé rétt og skrifar því Hercule Poirot bréf og leitar liðsinnis hans. Bréfið berst hins vegar ekki til Poirots fyr en rúmum tveimur mánuðum síðar. Þegar Poirot og Hastings, aðstoðarmaður hans, fara að grennslast fyrir um málið kemur í ljós að fröken Arundell hefur látist í millitíðinni og Poirot grunar að ekki sé allt með felldu. 

Úr bókinni:

Fröken Arundell settist upp í rúminu og skrifaði bréf. Hún skrifaði það rólega og vandlega, gerði hlé öðru hverju til að hugsa sig um og strikaði ítrekað undir orðin. Hún skrifaði síðan þvert yfir textann aftur og svo enn aftur til að spara pappírinn – enda hafði hún verið alin upp í skóla þar sem lögð var áhersla á það. Að lokum andvarpaði hún fegin og skrifaði nafnið sitt undir og setti bréfið í umslag. Hún skrifaði nafn framan á umslagið . Síðan náði hún í nýtt blað. Að þessu sinni útbjó hún gróf drög að bréfi og eftir að hafa lesið það aftur og gert tilteknar breytingar og útstrokanir þá hreinritaði hún það. Hún las bréfið svo aftur yfir vandlega og setti það síðan í umslag þegar hún var orðin viss um að merkingin hefði komist til skila. Umslagið stílaði hún á hr. William Purvis, hjá lögmannsstofu Purvis, Purvis, Charlesworth og Purvis, í Harchester.

Hún tók svo fyrra umslagið aftur, en það var stílað á herra Hercule Poirot. Hún opnaði símaskrána og þegar hún var búin að finna heimilisfangið þá bætti hún því við á umslagið.

Það var barið að dyrum.

Fröken Arundell flýtti sér að fela umslagið sem hún hafði verið að skrifa utan á – umslagið til Hercule Poirot – innan í flipa á möppunni sinni.

Hún hafði engan áhuga á því að vekja upp forvitni hjá Minnie. Minnie var allt of spurul.

Hún kallaði „kom inn“ og lagðist aftur á púðana og andvarpaði. Henni var létt.

Hún hafði nú gert ráðstafanir til að takast á við þessar aðstæður.

(36-7)

Fleira eftir sama höfund

reykjavík

Reykjavík

Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar.
Lesa meira

Vetrarmein

Lesa meira

Hvítidauði

Lesa meira

the island

Lesa meira

Fuori dal mondo

Lesa meira

La sombra del miedo

Lesa meira

Snezna slepota

Lesa meira