Beint í efni

Þorpið

Þorpið
Höfundur
Ragnar Jónasson
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2018
Flokkur
Skáldsögur

um bókina

Una, ungur kennari úr Reykjavík, ræður sig til starfa á Skálum á Langanesi árið 1985. Íbúarnir eru tíu og nemendurnir aðeins tveir. Samfélagið er lokað og tekur henni með miklum fyrirvara – eins og allir hafi eitthvað að fela.

Óútskýrð dauðsföll vekja ugg, Unu finnst sér ógnað og á nóttunni er stundum eins og hún sé ekki ein í herberginu sínu …

 

Úr bókinni

Hún opnaði dyrnar fram á gang, þar var allt uppljómað líkt og annars staðar í húsinu. Hún hafði gætt þess að hafa öll ljós kveikt, það hefði hún aldrei látið sér detta í hug ef Salka hefði verið heima.

Hún gekk hægum skrefum niður, fór inn á gang og beið um stund, hlustaði og beið. Gegn betri vitund átti hún nánast von á því að heyra eitthvað, söng, píanól, eitthvað sem myndi skjóta henni skelk í bringu. Það var kalt niðri, en af einhverju mástæðum var þó ekki eins kalt þar og uppi í risinu. 

Nánast algjör þögn var í húsinu, brakið í timbrinu viðvarandi, en veðrirð þennan desemberdag var með skásta móti, enginn teljandi vindur.

Og þarna voru dyrnar inn í borðstofu, þar sem píanóið stóð.

Una hristi höfuðið og brosti. Þvílík vitleysa að rífa sig á fætur og fara alla leið niður út af draum - eða martröð, eftir því hvernig á það var litið...

Hún opnaði dyrnar og hrökk við.

Þarna blasti við henni manneskja.

Það tók h ana þó aðeins örskotsstund að átta sig á því að þetta var aðeins spegilmynd hennar sjálfrar, endurvarp úr borðstofuglugganum á drungalegum stiganum sem svartamyrkrið utandyria hafði ofið.

Svo leit hún fyrir hornið, og sá píanóið.

Þar var enginn.

Auðvitað var enginn þar.

Píanóið var samt opið.

Hafði það verið opið þegar hún kom heim?

Var ekki Salka vön að ganga almennilega frá því...?

Eða hvað?
Hún var hreinlega ekki viss, gat ekki verið viss.

Og kuldinn læsti klónum í hana, hún leit í áttina frá píanóinu, henni brá aftur við kuldalega spegilmyndina í glugganum.

Svo hljóp hún alla leið upp í ris.

(s. 155-156)

Fleira eftir sama höfund

reykjavík

Reykjavík

Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar.
Lesa meira

Vetrarmein

Lesa meira

Hvítidauði

Lesa meira

the island

Lesa meira

Fuori dal mondo

Lesa meira

La sombra del miedo

Lesa meira

Snezna slepota

Lesa meira