Beint í efni

Þung ský

Þung ský
Höfundur
Einar Kárason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2021
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Þung ský er kynngimögnuð saga um hrikalegt slys við ysta haf og örlagaríkan björgunarleiðangur.

Einkennilegur drengur á afskekktum bæ er gagntekinn af öllu sem flýgur; fyrst fuglum loftsins, síðan stálfuglunum stóru sem sjást æ oftar yfir heimaslóðum hans. Á þungbúnum vordegi sér hann hvar stór farþegaflugvél birtist út úr skýjaþykkni og fólkið í gluggunum veifar. Síðar sama dag fréttist að vélin sé týnd.

Bændur leggja af stað til leitar og drengurinn með. Í nálægum firði hefur sést brak utan í fjalli og leitarmenn halda upp bratta hlíðina, drengurinn fremstur. Það sem mætir skilningarvitum hans uppi á hjallabrún er ólýsanlegt. En þar logar eitt lítið lífsins ljós sem hann má ekki láta slökkna.

Úr bókinni

Drengurinn stóð upp þegar hann heyrði að talað var um börnin og rölti burt frá hópnum, tók sveiga fram hjá líkunum.

- Við skulum leyfa honum að eiga sig í bili, sagði bóndinn af annesinu; ég er strax farinn að sjá eftir að hafa tekið hann með, þetta er enginn staður fyrir svona unga og kúnstuga menn.

Þessi orð heyrði drengurinn ekki, hann heyrði bara hvin í vindi og fuglagargið sem hafði fjarlægst. Hann varaðist að horfa á þau dánu en komst samt ekki hjá því að sjá sum þeirra, einhver sátu upprétt í sætunum með opin augu. Hann horfði inn með hjallanum og sá að þar var aftasti hluti vélarinnar, hann var óbrunninn og allur mun heilletri, þar reis upp stélið á réttum kili og með ámáluðum flughestinum, þetta hafði hann séð í sínu eðlilega svífandi ástandi bara deginum fyrr. Hann gekk þar að, en kipptist svo við, því honum fannst hann heyra einhvern umla fyrir innan. Svo hann gægðist inn. Augun vöndust myrkri, og hann sá þar heila sætaröð af fólki. Og mætti augnaráð manns. Maðurinn sat í aftasta sæti og kona við hlið hans hallaðist upp að honum, hún horfði upp á við brostnum og lífvana augum. Drengurinn gekk, í fyrstu hikandi, til þessa manns og rétti til hans höndina, ætlaði líklega að bjóðast til að hjálpa honum að standa upp, en maðurinn bandaði honum á einhvern hátt frá sér, fór að afhneppa frakkanum og ætlaði að taka þar upp böggul, en brast til þess kraftur; benti hann svo á böggulinn og sagði veiklulegum rómi:

- Reyndu að bjarga barninu.

(s. 48-49)

 

 

Fleira eftir sama höfund

Wyspa diabla

Lesa meira

Une affligeante histoire

Lesa meira

Fjendemøde

Lesa meira

Revontulet

Lesa meira

Pirunsaari

Lesa meira

Tyhmyreiden neuvot

Lesa meira

Kultasaari

Lesa meira

Luvattu maa

Lesa meira