Beint í efni

Til baka: Sannsöguleg skáldsaga

Til baka: Sannsöguleg skáldsaga
Höfundur
Helgi Guðmundsson
Útgefandi
Salka
Staður
Reykjavík
Ár
2008
Flokkur
Skáldsögur

Af bókarkápu:

Helgi Guðmundsson hefur skrifað allmargar bækur, allt frá barnabókum til sagnfræðirita. Nefna má þrjár bækur um köttinn Markús Árelíus, sem allar eru löngu uppseldar, og Hvað er á bak við fjöllin, bók um Tryggva Ólafsson myndlistarmann, en báðir eru þeir aldir upp á Norðfirði. Í þessari bók kveður við nýjan tón. Hér sendir Helgi frá sér skáldsögu, byggða á hörmulegri reynslu hans sjálfs og fléttar inní hana efni og persónum sem eru hreinn skáldskapur, en gerir söguna allt í senn - beiskjulausa, lifandi og spennandi.

Þetta er heillandi bók um blákaldan veruleika sem höfundurinn horfist í augu við af stóískri ró.


Úr Til baka:

Þér leist ekki á blikuna, þótt þú segir að samtal mitt við læknana hafi verið furðu hressilegt. Því miður er það ekki sannleikanum samkvæmt. Rödd mín, ef rödd skyldi kalla, er óekkjanleg, þar að auki svo lág að enginn getur talað við mig nema að halla sér niður að mér. Það er ekki undarlegt eins og staðan er að þér lítist ekki á blikuna.

Læknarnir fullyrtu að ég myndi vakna upp að morgni eftir aðgerðina. Ég lét mér vel líka en fannst að þeir lofuðu meiru en þeir væru vissir um að standa við. Það reyndist rangt. Einhverntíma í dag sá ég kúbönsku stelpuna. Hún sveimaði hér um á bleiku skýi, baðandi út höndunum eins og hún væri að höndla eitthvað ósýnilegt.

,,Hvað ert þú að gera hér? spurði ég.

,,Líta eftir þér, sagði hún á lýtalausri íslensku. Þá hugsaði ég: Hún er mögnuð að tala óaðfinnanlega íslensku, fædd og uppalin í Havana. Kúbumenn! Þeir eru seigir að gera fólk útaf örkinni útum allan heim til að hjúkra veiku fólki, sjálfir heimsfrægir fyrir fullkomna heilsugæslu. Ég held að konan heiti María Isabella Viktoría. Hún heldur því að vísu leyndu fyrir mér því hún tekur þátt í samsærinu mikla, að halda heilbrigðu fólki innilokuðu á spítulum. Hún leikur hlutverk sitt af mikilli prýði:

,,Ræður þú því að mér er gefið grænmetisgutl í æð?

,,Ég veit ekki til þess að þú fáir grænmetisgutl í æð, svarar hún.

,,Þú getur sagt mér það, en ég veit betur ...

Ég fór aftur yfirum áður en ég gæti spurt Maríu Ísabellu nánar útí meðferðina á mér, til dæmis um það af hverju þau stæðu í þessu stímabraki í kringum mig í stað þess að láta mig gossa.

Menntun okkar beggja í læknavísindum er ekki uppá marga fiska. Við héldum í gamla daga að volgur sjéniver í appelsíni væri allra meina bót. Mér hefur ekki farið mikið fram í greininni, nema hvað gott koníak í takmörkuðu magni hefur tekið við af snénívernum. Hér stendur slík lækning ekki til boða. Hún er líklega gagnslaus því ég er fórnarlamb gríðarlegs síklahernaðar. Sýklarnir fjölga sér með ævintýralegum hraða í líkama mínum og taka hverja þá frumu, sem þeir komast í tæri við, kverkataki. Læknarnir stýra hernaðinum gegn þeim og hjúkrunarfóklið er í fótgönguliðinu. Vopnin eru aðskiljanleg sýklalyf sem látin eru hundelta sýklana hvar sem til þeirra næst, stöðug vakt og nákvæm hjúkrun. Gallinn er bara sá að sýklarnir virðast hafa komið sér upp varnarvopnum og það sem verra er, þeir skipta um bardagatækni. Hiklaust hefja þeir stórorrustur ef þeir telja þær vænlegar en leggjast í útspekúleraðan skæruhernað ef það á við. Þeir standa sig framúrskarandi vel, sem sést best á því að ég er sem stendur enn nær því en áður að geispa endanlega golunni. Í sæmilegum ástarróman mætti kalla þetta að vera á barmi glötunar. Ég er eins og fífa, hún bærist á stilk sínum í andvara, en hverfur út í buskann um leið og blærinn verður að golu. Hvert hún fer veit enginn, hún eyðist og hverfur fyrir fullt og allt. Þannig verð ég blásinn burt við minnstu mistök.

(73-5)

Fleira eftir sama höfund

Ef félagseining stendur sterk: Trésmiðafélag Akureyrar - Félag byggingamanna Eyjafirði 100 ára

Lesa meira

Koma þeir heim úr kaffi í sumar?

Lesa meira

Markús Árelíus

Lesa meira

Markús Árelíus flytur suður

Lesa meira

Markús Árelíus hrökklast að heiman

Lesa meira

Marsibil

Lesa meira

Markús Árelíus

Lesa meira

Þeir máluðu bæinn rauðan: saga vinstrihreyfingarinnar á Norðfirði

Lesa meira

Með framtíðina að vopni: hreyfing iðnnema - nám og lífskjör í 100 ár

Lesa meira