Beint í efni

Tvífundnaland

Tvífundnaland
Höfundur
Gyrðir Elíasson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2003
Flokkur
Ljóð

Úr Tvífundnalandi:

Tvífundnaland

Það er landið sem fannst
og týndist
og fannst svo aftur

Ég hef farið langar ferðir
um þetta land meðan
það var enn týnt (vissi
ekki einusinni að það
væri týnt)

Þar eru dimmir skógar
og djúpir dalir
og dýr með gráan feld
sem urra og glefsa
milli trjánna

Fuglarnir sem fljúga
yfir í rökkrinu (þarna
er ekkert tungl) eru
hugarburður

Þetta er landið sem
börnin finna
og týnist þegar
lífið verður steintré

Það finnst óvart á ný
áður en silfur-
þráðurinn slitnar

Fleira eftir sama höfund

Die Hunde

Lesa meira

Antennen

Lesa meira

Die Sommerferien

Lesa meira

Ein Holzfisch

Lesa meira

Ein Flügelmensch

Lesa meira

Poesia 136

Lesa meira

Inferno

Lesa meira

Gula húsið

Lesa meira