Beint í efni

Úti

Úti
Höfundur
Ragnar Jónasson
Útgefandi
Bjartur-Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2021
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Óveðursnótt í nóvember. Fjórir vinir leita skjóls í litlum veiðikofa uppi á heiði. Margt er þó hættulegra en stórhríð um vetur. Og ekki munu allir komast lífs af.

úr bókinni

Stundum fékk Gunnlaugur það á tilfinninguna að hann væri fremur áhorfandi að lífinu en beinn þátttakandi í því. Jú, jú, hann hafði nóg fyrir stafni á daginn, þannig lagað, en vinnan var tilbreytingarlaus og einhvern veginn sá hann hvorki fyrir sér að hann myndi standa sig nógu vel til að fá stöðuhækkun né nógu illa til að missa vinnuna. Það væri samt kannski ekki svo slæmt, það myndi kannski hrista upp í honum. Kæmi honum einhvern veginn í gang aftur, upp úr þessum hjólförum. Hann myndi samt aldrei hætta í vinnunni að eigin frumkvæði. Það var of mikil áhætta. Hvað ef hann fengi hvergi vinnu? Þyrfti kannski að fara til Ármanns eftir nokkra launalausa mánuði og væla starf út úr honum... Og myndi Ármann segja já? Hann var ekki viss.

Hann hélt dauðahald í þessa vini sína sem hann þó átti. Þetta var eiginlega allt og sumt, þessi hópur, en þau heyrðu eiginlega aldrei í honum nema þau þyrftu á honum að halda eða þegar þau urðu að bjóða honum með af einhvers konar skyldurækni. 

Og þess vegna hafði hann látið tilleiðast og mætt í veiðina, með gamla haglabyssu frá pabba sínum en lítið hugrekki. Og nú var eins og veðurguðirnir hefðu ákveðið að refsa hópnum, þar á meðal honum. Hann hefði svo miklu fremur viljað vera heima í rólegheitum, jafnvel þótt þar hefði hann engan félagsskap. Bölvaða rútínan var skárri en að vera fastur einhvers staðar inni á öræfum, og jafnvel þótt Ármanni tækist að finna þennan kofa sem hann talaði um þá var Gunnlaugur allt annað en spenntur að eyða þar nótt í þrengslunum með vinum sínum. Ekki síst eftir atburði næturinnar...

Og svo hvarflaði að honum að kannski yrði þetta ekki einu sinni bara ein nótt. Hver vissi hve lengi óveðrið stæði yfir?

(s. 59-60)

 

Fleira eftir sama höfund

reykjavík

Reykjavík

Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar.
Lesa meira

Vetrarmein

Lesa meira

Hvítidauði

Lesa meira

the island

Lesa meira

Fuori dal mondo

Lesa meira

La sombra del miedo

Lesa meira

Snezna slepota

Lesa meira