Beint í efni

Vegalínur

Vegalínur
Höfundur
Ari Trausti Guðmundsson
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Smásögur

Vegalínur er frumraun höfundar á sviði sagnalistar. Smásagnasafn sem hlaut Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness á útgáfuárinu, 2002. 

úr bókinni

Ég deildi klefa með þýskum ferðamanni, ungum áhugaljósmyndara frá Stuttgart. Erich Graf sagðist hann heita. Hann var gríðarlega áhugasamur um allt sem fyrir augu bar og enn áhugasamari um Ísland. Ljósmyndaði líkt og væri hann að skrásetja alla heimsbyggðina í Síberíu einni. Hann þéraði mig og spurði linnulítið um Ísland á lélegri ensku. Elti mig stundum, spyrjandi flókinna spurninga. Þetta var svo sem ágætispiltur en nærvera hans tók að trufla mig eftir fyrsta daginn í lestinni. Nú flýtti ég mér að fiska vindlapakka upp úr töskunni minni og skundaði fram í lúinn veitingavagninn, yfir rýmið milli vagnanna þar sem hávaðinn fékk mig alltaf til að flýta mér og loftið var mettað sætri smurolíulykt, og loks framhjá opnum klefum Mongólanna. Þeir hálffylltu lestina og stóðu víða á göngunum. Margir karlanna brostu til mín eða depluðu auga, enda ófáir dönsku vindlarnir sem þeir höfðu þegið hjá mér.

Í veitingavagninum sátu þegar nokkrir farþegar. Ég ákvað að setjast við borð hjá tveimur Mongólum sem spiluðu á spil. Þannig fengist matarfriður. Mér finnst gott að matast í friði og skrá hjá mér efni í greinarnar mínar á meðan. Erich Graf og margir erlendu farþeganna voru hálfsmeykir við Mongólana og sátu yfirleitt ekki til borðs með þeim. Mongólarnir litu upp frá spilunum. Þeir færðu bjórflöskur og hliðruðu til fyrir mér. Annar ýtti fram óátekinni flösku. Ég lagði vindlapakkann á borðið og benti. Þeir glottu. Hinn benti á höfuðið og gretti sig. Ég brosti og sagði á þeirra tungu:
   - Sain bainú. Ég heilsa. Þeir vissu sem var, að lengra næði kunnátta mín á móngólsku ekki, glottu breiðar, kinkuðu kolli, grúfðu sig yfir spilin og töluðu saman í hálfum hljóðum.

(15-16)

Fleira eftir sama höfund

Landið sem aldrei sefur

Lesa meira

Eyjafjallajökull : Der ungezähmte Vulkan

Lesa meira

Pakistan

Lesa meira

Bólivía

Lesa meira

Maðurinn sem deildi vötnum: saga frá Tíbet

Lesa meira

Veröld í vanda: umhverfismál í brennidepli

Lesa meira

Íslenskur jarðfræðilykill

Lesa meira

Gagnvegir - um víða veröld: frásagnir af ferðalögum og lærdómum

Lesa meira