Beint í efni

Vendipunktar

Vendipunktar
Höfundur
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Útgefandi
Dimma
Staður
Reykjavík
Ár
2021
Flokkur
Smásögur

um bókina:

Hvar í lífinu leynast vendipunktarnir sem geta sett okkur út af sporinu og markað nýtt upphaf eða óvænt endalok?

Í sjö áhrifaríkum smásögum opnar höfundur lesendum dyr að tímabundnum við komustöðum margra ólíkra persóna. Reykjavík nútímans, gamalt hótel í New York, afskekkt sjávarpláss á Íslandi, eldhús fáranleikans á grískri eyju og bókastofa eftirlaunamanns eru þar á meðal. Óreiðukenndir draumar, ástarsambönd og vináttutengsl ráða för og skapa um leið ýmiss konar vandamál.

úr bókinni:

Eftir langt kvöld með viðkomu á tveimur eða þremur börum héldum við Ari heim á Hótel Ríó. Við vorum hátt uppi, höfðum hitt hóp af skemmtilegu fólki sem hafði aldrei áður rekist á Íslendinga og okkur fannst við svo sannarlega geta sigrað heiminn. Að þessu sinni fórum við upp stigana, því lyftan sat föst einhvers staðar á efri hæðunum

Uppi á þeirri þriðju var dauf lýsing á ganginum, svo dauf að við sáum ekki manninn sem var á ferli fyrr en við vorum komnir næstum alveg upp að honum. Okkur brá. Ekki af því að hann væri ógnvekjandi. Síður en svo. Hann haltraði eftir ganginum og virtist í þungum þönkum. Það var einsog hann tæki varla eftir okkur, leit að minnsta kosti ekki upp eða heilsaði. Við stóðum fyrst stjarfir en smeygðum okkur svo framhjá og heyrðum hann stynja stundarhátt. Mér virtist hann vera fjörgamall og næstum alveg sköllóttur. Aðeins gisnar, gráar hártjásur í kraga um höfuðið og nefið var einsog fuglsgoggur. Ég sá ekki andlitið á honum almennilega. Klæðaburðurinn vakti athygli okkar, þvældur, röndóttur náttsloppur sem karlgreyið hélt þétt að sér með annarri hendinni. Hins vegar var hann í gerðarlegum leðurskóm, eins og hann væri á leiðinni út. Ég tók líka eftir því að hann var með klumbufót. Þess vegna haltraði hann svona. Í ofanálag var hann með herðakistil sem gerði hann áþekkan persónu í sögu eða bíómynd. Hvers vegna í ósköpunum hélt hann til á þessu hóteli og hvar voru allir hinir gestirnir? Allt þett flaug í gegnum huga mér rétt á meðan við stópum þarna á þröngum ganginum, áður en við gengum í áttina að herberginu okkar. Ari stakk lyklingum fimlega í skrána og opnaði. Ég fylgdist með nágranna okkar og gjóaði augum inni í herbergiðhans, því nú voru dyrnar opnar upp á gátt. Lyktin var stæk, næstum kæfandi. Ammóníak!

"Helvítis fýla," hvíslaði Ari.

Ég flýtti mér inn á eftir honum og skellti hurðinni full harkalega.

(s. 14-15)

 

Fleira eftir sama höfund

Oro de serpientes

Lesa meira

Seikkailu metsässä

Lesa meira

Segðu mér og segðu...

Lesa meira

Dvärgstenen

Lesa meira

Sjálfsmyndir

Lesa meira

Brúin yfir Dimmu

Lesa meira

Förunótt

Lesa meira

Álagaeldur

Lesa meira

Tryllespillet

Lesa meira