Beint í efni

Vetraráform um sumarferðalag

Vetraráform um sumarferðalag
Höfundur
Gyrðir Elíasson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1991
Flokkur
Ljóð

Úr Vetraráformum um sumarferðalag:

Margt í mörgu

I

Í dag mætti ég mórauðum
hundi sem ég kannaðist ekki
við, hann var að vappa við
kirkjugarðinn og horfði
brúneygur á mig og urraði
svo lágt: ,,Það er komin
nótt á Ísafirði.

II

Á morgun ætla ég að
horfa á rigninguna
ef ekki verður sól
og ganga meðfram kerfilrunnum
við gula húsið og raula sálm
um dýrin

(22)

Fleira eftir sama höfund

The Water People

Lesa meira

Ljóð í Brushstrokes of Blue: The Young Poets of Iceland

Lesa meira

Tvífundnaland

Lesa meira

Tvíbreitt (svig)rúm eða Póesíbók númer eitt komma tvö

Lesa meira

Tvö tungl

Lesa meira

Heykvísl og gúmmískór

Lesa meira

Svefnhjólið

Lesa meira

Upplitað myrkur

Lesa meira

Bak við maríuglerið

Lesa meira