Beint í efni

Við landamæri

Við landamæri
Höfundur
Matthías Johannessen
Útgefandi
Sæmundur
Staður
Selfoss
Ár
2015
Flokkur
Ljóð

Úrval áður óprentaðra síðari ára ljóða Matthíasar.

Ástráður Eysteinsson prófessor valdi ljóðin, annaðist útgáfuna og skrifaði eftirmála.

Úr bókinni:

Myndastyttan
(æviágrip)

Lífeyrisþeginn við höfnina,
hann var að vestan, sagði í kaffinu, Nú
er Ingibjörg H. Bjarnason orðin
myndastytta við Alþingishúsið, ung
og föst fyrir og í flaksandi kjól
eins og Marilyn Monroe.

Hún fór eitt sinn í lautarferð
í Elliðaárdal, breiddi teppi
á fífilgula jörðina, en þá fór ungi
þingmaðurinn að vestan að leita hófanna
hjá henni, en hún sló á fingurna
og sagði, Nei engan dónaskap hér
úti í guðsgrænni náttúrunni,
skoðaðu heldur sóleyjarnar!

Þá slokknuðu úlfsaugun eins og tungl
í stormi.

Alllöngu síðar var þess farið á leit við
þingmanninn að hann tæki við ráðherraembætti,
en hann sagði, Nei ég ætla heldur að rífa þorskhausa
hér vestra, en rífast við þá fyrir sunnan.

(30)

Fleira eftir sama höfund

Humus unter dem Asphalt

Lesa meira

Der rote Mantel und der Fuchs

Lesa meira

Auf dem Meer

Lesa meira

Camminando nell erica fiorita

Lesa meira

Hrunadansinn

Lesa meira

Hrunadansinn

Lesa meira

Höfuð úr sjó

Lesa meira

Vor úr vetri

Lesa meira

Jörð úr Ægi

Lesa meira