Beint í efni

Víghólar

Víghólar
Höfundur
Emil Hjörvar Petersen
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2016
Flokkur
Skáldsögur

um bókina

Víghólar er fyrsta bókin í sögu Bergrúnar og Brá.

Vinnuvélar verktakafyrirtækis eru stórskemmdar í skjóli nætur. Illa útleikin lík finnast á nokkrum stöðum á landinu. Margt bendir til að þarna séu að verki aðilar úr öðrum heimi.
   Lögreglan fær Bergrúnu Búadóttur huldumiðil til að aðstoða við rannsókn málsins. Fljótlega kemur í ljós að myrk og máttug öfl seilast til aukinna valda bæði í Mannheimi og Hulduheimi.
   Bergrún og Brá, tvítug dóttir hennar, leggja af stað í ferðalag sem fljótlega umbreytist í háskaför þar sem þær þurfa að kljást við óútreiknanlega og máttuga andstæðinga. Samhliða því myndast mikil spenna í sambandi mæðgnanna sem verður til þess að leiðir þeirra skiljast.

úr bókinni

Hvað er langt síðan hún þreif baðherbergið? Skánin í sturtunni er dekkri en síðast og mér sýnist handklæðið sem ég notaði fyrir tveimur helgum liggja neðst í hrúgu af óhreinum þvotti undir vaskinum. Hún segist ekki hafa fengið verkefni í tvær vikur en hvað var hún þá að gera allan tímann? Reykja og lesa bækur um ósýnilegar verur?
   Eftir að hafa rótað í speglaskápnum yfir vaskinum finn ég tannburstann minn og skola hann vel áður en ég bursta. Mig svíður í tunguna undan tannkreminu. Ég hafði sofnað í fötunum á sófanum, ég lít ekki vel út en þótt ég hafi ekki tíma fyrir sturtu púðra ég yfir fjárans freknurnar.
   Var ég atvinnulaus í þrjú ár? Nei, ég gerði mikið, ég vann eins og ég gat en það er ekki eins og mikla vinnu hafi verið að fá eftir bankahrunið. Ég skrifaði og teiknaði alveg heilan helling, tók upp tölvuleikjaspilunina og lýsingu mína á ævintýrunum, setti myndböndin á YouTube og fékk auglýsingatekjur fyrir vikið vegna vinsældanna. Ég var hnyttinn og skemmtilegur spilari, þannig aflaði ég tekna, sá fyrir mér og borgaði smá heim eins og pabbi vildi vegna þess hve svekktur hann var yfir að ég færi ekki í skóla. En vinsældirnar á YouTube dvínuðu og það var annaðhvort að reyna loks við stúdentinn eða vera hent út úr einbýlishúsi pabba og Kollu og litlu hálfsystkina minna tveggja í Grafarvoginum. Leigumarkaðurinn er í rugli, ég á engan möguleika á því að lifa af í þeim frumskógi. Eða búa hjá mömmu - nei, það er ekki hægt að búa með henni, hún er heltekin af starfi sínu sem huldumiðill og af Hulduheimi. Hugur hennar er að hálfu leyti hjá vættum.
   Núna vil ég síst af öllu hanga heima í Grafarvogi og ég nenni ómögulega upp í MH. Þýska og íþróttir, það gæti ekki verið verra, föstudagar eiga ekki að vera ömurlegir, það er hlutverk mánudaga. Frekar vil ég fara með mömmu því þrátt fyrir þráhyggju hennar er það sem hún fæst við oft spennandi.
   Nú veit ég! Mér dettur í hug hvernig ég kemst undan því að sitja á skólabekk í dag. Ég færði eldmóð Bergrúnar Búadóttur í nyt.
   Ég spýti út úr mér tannkremsslýinu og geng aftur inn í stofu þar sem höfuð konunnar er horfið inn á milli bóka- og blaðastafla.

(17-18)

Fleira eftir sama höfund

dauðaleit

Dauðaleit

Unglingsstúlka hverfur í undirgöngunum í Hamraborg í Kópavogi og það er eins og jörðin hafi gleypt hana
Lesa meira
hælið

Hælið

Saga sem fer á flakk um bæði tíma og rúm, þar sem drepsóttir fortíðar og aftökur í voginum koma við sögu
Lesa meira

Ætar kökuskreytingar

Lesa meira

Saga eftirlifenda: Níðhöggur

Lesa meira

Nornasveimur

Lesa meira

Lísítsja

Lesa meira

Saga eftirlifenda: Höður og Baldur

Lesa meira

Saga eftirlifenda: Heljarþröm

Lesa meira

Gárungagap

Lesa meira