Beint í efni

Vísland

Vísland
Höfundur
Bjarni Bjarnason
Útgefandi
Óskráð
Staður
Reykjavík
Ár
1994
Flokkur
Safnrit

Í Víslandi eru áður útkomnar bækur Bjarna í endurskoðaðri útgáfu: Upphafið; Urðafjóla; Í Óralandi; Sonur skuggans (sem birtist áður undir nafninu Til minningar um dauðann) ásamt áður óbirtu efni: leikverkum, ritgerðum o.fl.

Úr Víslandi:

Dú Dú (brot)

(einþáttungur fyrir fimm leikara)

(Vinstra megin á sviðinu er lestarstöðvarskilti. Fyrir miðju er hár stallur og á því stytta, eða gráhærður leikari sem stendur grafkyrr og réttir fram bók. Hægra megin er veggur með hurð. Við hlið hurðarinnar stendur eymdarlegur maður, en um leið nokkuð glaðlegur og styður sig við hækju. Hann er með hjartavél sem gengur fyrir smápeningum, 10 krónur hálftíminn. Nú er hann auralaus, aðeins 12 mínútur eftir á mælinum og hvergi sálu að sjá.)
Dú Dú: (Raular) Blessuð hjartavélin tifar, blessuð hjartavélin tifar, lifa, lifa, tifa, tifa, dú dú segir lestin. Lifa, lifa, tifa, tifa, dú dú segir lestin.
(Hann svipast um. Brátt kemur all sjúskaður náungi í frakka á fleygiferð inn á sviðið hægra megin og rýkur á dyrnar.)
Flækingur: Er þetta klósettið?
Dú Dú: Herra. Átt þú tíkall í hjartavélina mína?
Flækingur: Er þetta klósettið?
Dú Dú: Ég gæti upplýst yður um það fyrir tíu krónur.
Flækingur: (Þrífur í hann.) ER ÞETTA KLÓSETTIÐ?!
Dú Dú: Já herra, þetta er klósettið.
Flækingur: (Tekur vondaufur í húninn aftur.) Það er læst.
Dú Dú: Já herra minn, það kostar tíkall að nota klósettið og það er fangelsisdómur við því að gera þarfir sínar á víðavangi.
Flækingur: Áttu tíkall?
Dú Dú: Nei, því er nú ver og miður. Það eru bara 12 mínútur eftir á hjartavélinni minni, og heilar 9 mínútur þar til lestin á að koma.
Flækingur: Ég er að gera í mig.
Dú Dú: Ég er að deyja. (Brosandi.)
Flækingur: Ég hef andskotann ekkert étið síðustu daga, og samt þarf ég að fara á klósettið, og það kostar allstaðar bjévítans ansans TÍKALL!
Dú Dú: Já, og nú geta þeir efnagreint úrgang og rakið hann beint til föðurhúsanna í gegnum tölvu svo ekki borgar sig að sleppa sér.
(Miðlar þessu eins og til að hressa flækinginn við og klappar honum kumpánlega á öxlina.)
Flækingur: Þakka þér fyrir að minna mig á það. Annars mundi ég nefnilega gera stykkin mín beint á þessar bannsettu dyr.
Dú Dú: (Upplífgandi.) En það er bannað, við því er sekt.
(Slær hann á öxlina.)
Flækingur: Þú ert upplífgandi þótt hjartavélin þín sé að renna út. Leyfðu mér að líta á mælinn.
Dú Dú: Gerðu svo vel herra minn, fyrst þú trúir mér ekki.
(Opnar jakka, eða lyftir upp peysu.)
Flækingur: (Skoðar.) Ég er svo aldeilis hissa. Ellefu mínútur eftir. Ég hef séð marga sem átt hafa hálftíma eftir og þeir hafa verið á tauginni get ég sagt þér.
(Beygir sig og klemmir fætur saman til að gera síður í sig.)

(s. 403-404)

Fleira eftir sama höfund

Mannætukonan og maður hennar

Lesa meira

The Return of the Divine Mary

Lesa meira

Örninn

Lesa meira

Sólarlag við sjávarrönd

Lesa meira

Nakti vonbiðillinn

Lesa meira

Borgin bak við orðin

Lesa meira

Borgin bak við orðin

Lesa meira

Smásaga í Wortlaut Island

Lesa meira

Læknishúsið

Lesa meira