Beint í efni

Vötn þín og vængur

Vötn þín og vængur
Höfundur
Matthías Johannessen
Útgefandi
Hörpuútgáfan
Staður
Akranesi
Ár
1996
Flokkur
Ljóð

Úr Vötn þín og vængur:

Hetjufjall í kápu
Eða: Hekla

Auga mitt
er steinn
og ég velti honum
upp fjallið
en hraunhúðin
hristir hann af sér

velti augasteininum
upp fjallið
og reyni að sigra
eilífðina
eins og hún birtist
í lynggrónum hlíðum

ég er Sisyfos
og auga mitt glímir
við fjallið

ég velti upp
steininum
og hraunið kemur
úr eldhafi
míns kalda lands
og veltir á undan sér
augasteini Sisyfosar

og lyng og mosi
brenna
í goðsögulegum eldi.

Fleira eftir sama höfund

Humus unter dem Asphalt

Lesa meira

Der rote Mantel und der Fuchs

Lesa meira

Auf dem Meer

Lesa meira

Camminando nell erica fiorita

Lesa meira

Hrunadansinn

Lesa meira

Hrunadansinn

Lesa meira

Höfuð úr sjó

Lesa meira

Vor úr vetri

Lesa meira

Jörð úr Ægi

Lesa meira