Barnabókaverðlaun Reykjavíkur

Barnabókaverðlaun Reykjavíkur

Barnabókaverðlaun Reykjavíkur urðu til árið 2016 með samruna Barnabókaverðlauna skóla- og frístundaráðs og Dimmalimm, íslensku myndskreytiverðlaunanna.

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: fyrir bestu frumsömdu barnabókina á íslensku; fyrir afbragðs þýðingu á erlendri barnabók; og fyrir best myndskreyttu barnabókina. Afhending verðlaunanna og tengd verkefni eru samvinnuverkefni skóla- og frístundaráðs og menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar í bókmenntaborginni Reykjavík.

2020

Margrét Tryggvadóttir, besta frumsamda barnabókin: Kjarval: málarinn sem fór sínar eigin leiðir

Þórarinn Eldjárn, besta þýðing á erlendri barnabók: Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson

Rán Flygenring, besta myndlýsta barnabókin: Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann

Tilnefndar bækur árið 2020

Í flokki frumsaminna barnabóka voru tilnefndar auk verðlaunabókarinnar: Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason, Nornin eftir Hildi Knútsdóttur, Villueyjar eftir Ragnhildir Hólmgeirsdóttur og Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins eftir Snæbjörn Arngrímsson. 

Í flokki myndlýstra bóka voru tilnefndar auk verðlaunbókarinnar: Ró: fjölskyldubók um frið og ró með myndlýsingum Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsúrumsipp: systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum! með myndlýsingum Blævar Guðmundsdóttur, Vargöld, bók 2 með myndlýsingum Jóns Páls Halldórssonar og Egill spámaður með myndlýsingum Lani Yamamoto.

Í flokki þýðinga voru tilnefndar auk verðlaunabókarinnar: Bók um tré eftir Piotr Socha og Wojciech Grajkowski í þýðingu Illuga Jökulssonar, Villinorn: Bækurnar Blóð Viridíönu og Hefnd Kímeru eftir Lene Kaaberbøl í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar, Snjósystirin eftir Maju Lunde í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur og Múmínálfarnir: Minningar múmínpabba eftir Tove Jansson í þýðingu Þórdísar Gísladóttur.

2019

Hildur Knútsdóttir, besta frumsamda barnabókin: Ljónið

Guðni Kolbeinssson, besta þýðing á erlendri barnabók: Villimærin fagra - Fyrsta bókin í Bókaflokknum Bækur Duftsins eftir Philip Pullman

Rán Flygering, besta myndlýsta barnabókin: Skarphéðinn Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins

Tilnefndar bækur árið 2019

Í flokki frumsamdra barnabóka voru þessar bækur tilnefndar auk verðlaunabókarinnar: Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur, Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn, Svarthol. Hvað gerist ef ég dett ofan í? eftir Sævar Helga Bragason og Sölvasaga Daníelssonar eftir Arnar Má Arngrímsson.

Í flokki myndlýstra bóka voru tilnefndar auk verðlaunabókar: Ljóðpundari með myndlýsingum Sigrúnar Eldjárn og ljóðum eftir Þórarin Eldjárn, Milli svefns og vöku með myndum Laufeyjar Jónsdóttur við texta Önnu Margrétar Björnsson, Sjúklega súr saga, myndlýst af Halldóri Baldurssyni með texta eftir Sif Sigmarsdóttur og að lokum Snuðra og Tuðra eiga afmæli, myndlýst af Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur við texta Iðunnar Steinsdóttur.

Í flokki þýddra bóka voru eftirtaldir þýðendur tilnefndir auk verðlaunahafans: Þórdís Bachmann fyrir bók 2 í bókaflokknum Hvísl hrafnanna eftir Malene Sølvsten, Erla E. Völudóttir fyrir Ferðalagið eftir Timo Parvela og Björn Sortland, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fyrir Meira af Rummungi ræningja eftir Otfried Preußler og að lokum þýðing Jóns St. Kristjánssonar á Seiðmenn hins forna eftir Cressida Cowell.

2018

Kristín Helga Gunnarsdóttir, besta frumsamda barnabókin: Vertu ósýnilegur

Magnea J. Matthíasdóttir, afbragðs þýðing á erlendri barnabók: Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur

Rán Flygenring, best myndskreytta barnabókin: Fuglar

Tilnefningar

Besta frumsamda barnabókin á íslensku

Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig?
Hjörleifur Hjartarson: Fuglar
Bergrún Íris Sævarsdóttir: (Lang)elstur í bekknum
Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri

Afbragðs þýðing á erlendri barnabók

Íris Baldursdóttir: Bakarísráðgátan (Cafémysteriet) eftir  Martin Widmark og Helena Willis (úr sænsku)
Guðni Kolbeinsson: Flóttinn hans afa (Grandpa's great escape) eftir David Walliams (úr ensku) 
Erla E. Völudóttir: Kepler 62 Fyrsta bók: Kallið (Kepler62 - kirja yksi : Kutsu) eftir Timo Parvela og Björn Sortland (úr finnsku) 
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: Rummungur ræningi (Der Räuber Hotzenplotz) eftir  Otfried Preussler (úr þýsku) 

Best myndskreytta barnabókin

Lára Garðarsdóttir: Fjölskyldan mín
Högni Sigurþórsson: Kvæðið um Krummaling
Brian Pilkington: Jólakötturinn tekinn í gegn
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir: Pétur og úlfurinn... en hvað varð um úlfinn? 

2017

Ragnheiður Eyjólfsdóttir, besta frumsamda barnabókin: Skuggasaga II: Undirheimar

Halla Sverrisdóttir, afbragðs þýðing á erlendri barnabók: Innan múranna eftir Nova Ren Suma (úr ensku)

Linda Ólafsdóttir, best myndskreytta barnabókin: Íslandsbók barnanna

Tilnefningar

Besta frumsamda barnabókin á íslensku

Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir: Doddi – bók sannleikans
Margrét Tryggvadóttir: Íslandsbók barnanna
Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir: Ormhildarsaga
Hildur Knútsdóttir: Vetrarhörkur

Afbragðs þýðing á erlendri barnabók

Harpa Magnadóttir: 172 tímar á tunglinu (Darlah - 172 timer på månen) eftir Johan Harstad (úr norsku)
Ingibjörg Hjartardóttir: Annað land (I ett annat land) eftir Håkan Lindquist (úr sænsku)
Lemme Linda Saukas Ólafsdóttir: Einhver Ekkineinsdóttir (Lugu Keegi Eikellegitütre isast) eftir Kåtlin Kaldmaa (úr eistnesku)
Guðni Kolbeinsson: Norn (Heks!)eftir Kim Fupz Aakeson og Rasmus Bregnhöi (úr dönsku)

Best myndskreytta barnabókin

Hafsteinn Hafsteinsson: Enginn sá hundinn
María Sif Daníelsdóttir: Vísnagull
Lína Rut Wilberg: Þegar næsta sól kemur
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir: Ævintýrið af Sölva og Oddi konungi

2016

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, besta frumsamda barnabókin á íslensku: Koparborgin

Salka Guðmundsdóttir, afbragðs þýðing á erlendri barnabók: Skuggahliðin og Villta hliðin eftir Sally Green (úr ensku)

Linda Ólafsdóttir, best myndskreytta barnabókin: Ugla & Fóa og maðurinn sem fór í hundana

Tilnefningar

Besta frumsamda barnabókin á íslensku

Markús Már Efraím, ábyrgðarmaður: Eitthvað illt á leiðinni er – Hryllingssögur barna af frístundaheimilum Kamps
Gunnar Helgason: Mamma klikk!
Hildur Knútsdóttir: Vetrarfrí
Ólafur Haukur Símonarson: Ugla & Fóa og maðurinn sem fór í hundana 

Afbragðs þýðing á erlendri barnabók

Gerður Kristný: Brúnar eftir Håkon Øvreås (úr norsku)
Erla E. Völudóttir: Hvít sem mjöll eftir Salla Simukka (úr finnsku)
Bjarki Karlsson: Sögur úr norrænni goðafræði, í endursögn Alex Frith og Louie Stowell (úr ensku)
Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magnadóttir: Violet og Finch eftir Jennifer Niven (úr ensku)

Best myndskreytta barnabókin

Þórarinn Már Baldursson: Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni?
Inga María Brynjarsdóttir, myndritstjóri: Eitthvað illt á leiðinni er
Birta Þrastardóttir: Skínandi
Bergrún Íris Sævarsdóttir: Viltu vera vinur minn?