Ísnálin

Ísnálin

Ísnálin er veitt höfundi og þýðanda bestu þýddu glæpasögunnar á íslensku ár hvert. Alþjóðlega glæpasagnahátíðin Iceland Noir, Bandalag þýðenda og túlka, og Hið íslenska glæpafélag standa að verðlaununum. Tilnefningar til Ísnálarinnar eru tilkynntar á fæðingardegi glæpasagnahöfundarins Raymonds Chandlers, sem fæddist þann 23. júlí árið 1888. Chandler nýtti sér ísnál sem morðvopn í bók sinni The Little Sister (1949).

2017

Tilnefndar

E. O. Chirovici og þýðandinn Magnea J. Matthíasdóttir: Speglabókin (The Book of Mirrors)
Ann Cleeves og þýðandinn Snjólaug Bragadóttir: Hrafnamyrkur (Raven Black)
Shari Lapena og þýðandinn Ingunn Snædal: Hjónin við hliðina (The Couple Next Door)
Deon Meyer og þýðandinn Þórdís Bachmann: 13 tímar (13 uur)
Jo Nesbø og þýðandinn Bjarni Gunnarsson: Löggan (Politi)

2016

Marion Pauw og þýðandinn Ragna Sigurðardóttir: Konan í myrkrinu (Daglicht)

Tilnefndar

Ann Cleeves og þýðandinn Þórdís Bachmann: Hin myrku djúp (Hidden Depths)
Kati Hiekkapelto og þýðandinn Sigurður Karlsson: Kólibrímorðin (Kolibri)
Jo Nesbø og þýðandinn Bjarni Gunnarsson: Meira blóð (Mere blod)
Erik Valeur og þýðandinn Eiríkur Brynjólfsson: Sjöunda barnið (Det syvende barn)

2015

Jo Nesbø og þýðandinn Bjarni Gunnarsson: Blóð í snjónum (Blod på snø)

Tilnefndar

Jo Nesbø og þýðandinn Bjarni Gunnarsson: Afturgangan (Gjenferd)
Pierre Lemaitre og þýðandinn Friðrik Rafnsson: Alex (Alex)
Paula Hawkins og þýðandinn Bjarni Jónsson: Konan í lestinni (The Girl on the Train)
Viveca Sten í þýðingu Elín Guðmundsdóttir: Syndlaus (I grunden utan skuld)

2014

Joël Dicker og þýðandinn Friðrik Rafnsson: Sannleikurinn um mál Harrys Quebert (La Vérité sur l’affaire Harry Quebert)

Tilnefndar

Antti Tuomainen og þýðandinn Sigurður Karlsson: Að gæta bróður míns (Veljeni vartija)
Jo Nesbø og þýðandinn Bjarni Gunnarsson: Brynhjarta (Panserhjerte)
Gillian Flynn og þýðandinn Bjarni Jónsson: Hún er horfin (Gone Girl)
Håkan Nesser og þýðandinn Ævar Örn Jósepsson: Manneskja án hunds (Människa utan hund)