Vestnorrænu barnabókaverðlaunin

Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá árinu 2002. Dómnefndir fara yfir tilnefndar bækur frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Markmiðið er að styðja við bókmenntir í þessum löndum og hvetja höfunda til að skrifa fyrir börn. Verðlaunin eru afhent á fundi Vestnorræna ráðsins.

2014

Andri Snær Magnason: Tímakistan

Tilnefningar

Bárður Oskarsson (Færeyjar): Flata Kaninin (Flata kanínan)
Katherine Rosing (Grænland): Nasaq Teqqialik (Töfrakaskeitið)

2012

Lars-Pele Berthelsen (Grænland): Kaassalimik oqaluttuaq (Saga um Kaassali)

Tilnefningar

Margrét Örnólfsdóttir: Með heiminn í vasanum
Marjuna Syderbø Kjelnæs (Færeyjar): Skriva i sandin (Skrifað í sandinn)

2010

Gerður Kristný: Garðurinn

Tilnefningar:
Lana Hansen (texti) og Georg Olsen (myndir) (Grænland): Sila
Rakel Helmsdal (Færeyjar): Várferðin til Brúnna

2008

Kristín Helga Gunnarsdóttir: Draugaslóð

Tilnefningar

Julie Edel Hardenber (Grænland): Abct
Edward Fuglø  (Færeyjar): Apollonia

2006

Bárður Oskarsson (Færeyjar): Ein hundur, ein ketta og ein mus

Tilnefningar

Sigrún Eldjárn: Frosnu tærnar
Grethe Guldager (texti) og Nuka Godfredsen (myndir): Nissimaat nissimaajaqqallu (Jólasveinar og litlir sveinar)

2004

Kristín Steinsdóttir (texti) og Halla Sólveig Þorgeirsdóttir (myndir): Engill í Vesturbænum

Tilnefningar

Jokum Nielsen (Grænland): Inuk sodavandillu akuukkat (Inuk og eitraða sódavatnið)
Sólrun Michelsen (texti) og Hanni Bjartalíð (myndlýsingar): Loppugras (ljóðasafn).

2002

Andri Snær Magnason (texti) og Áslaug Jónsdóttir (myndir og útlit): Sagan af Bláa hnettinum

Tilnefningar

Jörgen Petersen (Grænland): Sialuarannguaq
Brynhild Andreasen (texti) og Astrid MacDonald (teikningar): Kuffa