Beint í efni

Bergsveinn Birgisson

Æviágrip

Bergsveinn Birgisson fæddist árið 1971 á Eiríksgötu. Hann ólst upp í Kópavogi, og bjó síðar í Garðabæ og lauk stúdentaprófi frá Fjölbrautarskóla Garðabæjar 1991. Hann fór síðar í Háskóla Íslands og lauk BA prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði árið 1997, cand. mag prófi frá Háskólanum í Osló 1999, magisterprófi árið 2001 frá Háskólanum í Björgvin og doktorsprófi í norrænum fræðum frá sama skóla árið 2008.

Fyrsta útgáfa var ljóðabókin Íslendingurinn sem kom út árið 1992, og þar á eftir ljóðabókin Innrás liljanna sem kom út undir merkjum Nykurs árið 1997. Skáldsagan Landslag er aldrei asnalegt kom út 2003 hjá Bjarti, síðan hefur Bergsveinn sent frá sér nokkrar skáldsögur. Bergsveinn var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsögurnar Landslag er aldrei asnalegt (2003), Svar við bréfi Helgu (2010) og Lifandilífslækur (2018) auk þess sem Svar við bréfi Helgu var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir Svar við bréfi Helgu árið 2010 og tíu árum síðar var hann tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Lifandilífslæk.