Þú sérð mig ekki
Lesa meiraThe Creak on the Stairs
Lesa meiraStelpur sem ljúga
Lesa meiraMarrið í stiganum
Lesa meira
Launsátur, Þú sérð mig ekki, Úti
Myrkrið læðist að, dagarnir styttast sífellt og það kólnar í veðri. Þegar veturinn gengur í garð rennur tími glæpasagnanna sannarlega upp. Nú í vetur komu út margar spennandi glæpasögur en hér verður fjallað um þrjár þeirra, Launsátur eftir Jónínu Leósdóttur, Þú sérð mig ekki eftir Evu Björgu Ægisdóttur og Úti eftir Ragnar Jónssson. Glæpasögurnar þrjár eiga margt sameiginlegt þó ólíkar séu og viðfangsefni þeirra teygir sig allt frá dularfullum skemmdarverkum og íkveikjum yfir í ættardeilur, framhjáhald og hryllilegar veiðiferðir uppi á heiði. Þær falla einnig að ólíkum undirgreinum glæpasögunnar og líta má á Launsátur sem nokkurs konar ráðgátusögu á meðan Þú sérð mig ekki og Úti falla fremur að undirgrein sálfræðitryllisins. Draugagang af margvíslegu tagi er þar að auki að finna í Þú sérð mig ekki og Úti en sú síðarnefnda sver sig einmitt nokkuð í ætt við hryllingssöguna á meðan þeirri fyrri svipar fremur til hefðbundinnar fjölskyldusögu.
Stelpur sem ljúga
Það kvað við nýjan hljóm þegar Eva Björg Ægisdóttir gaf út sína fyrstu bók, Marrið í stiganum, árið 2018. Bókin var fyrsti handhafi bókmenntaverðlaunanna Svartfuglsins, sem ætluð eru nýjum íslenskum glæpasagnahöfundum og voru sett á fót af Yrsu Sigurðardóttur og Ragnari Jónassyni í von um að bæta í krimmaflóru landsins.
Marrið í stiganum
Aðalsöguhetja bókarinnar er Elma sem er nýflutt aftur til æskustöðvanna á Akranesi eftir að hafa sagt skilið við líf sitt í Reykjavík. Þar bjó hún með kærasta sínum til margra ára og vann hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík. Hún getur því nokkurn veginn gengið inn í starf á lögreglustöð Akraness — þar sem hún býst ekki við miklum hasar.