Beint í efni

Eva Rún Snorradóttir

Æviatriði

Eva Rún Snorradóttir er fædd í Reykjavík, 9. apríl 1982. Hún er sjálfstætt starfandi sviðslistakona, leikskáld og ljóðskáld.

Hún hefur um árabil starfað með sviðslistahópunum Kviss búmm bang og 16 elskendur.

Árið 2019 hlaut hún ljóðaverðlaunin Maístjarnan fyrir bókina Fræ sem frjóvga myrkrið.