Beint í efni

Fríða Ísberg

Æviágrip

Fríða Ísberg er fædd árið 1992. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, og grunnprófi í heimspeki og meistaraprófi í ritlist við Háskóla Íslands. 

Fríða hefur birt ljóð í bókunum Ég er ekki að rétta upp hönd (Svikaskáld 2017), Ég er fagnaðarsöngur (2018), Nú sker ég netin mín (Svikaskáld 2019) og í Tímariti Máls og menningar. Hún skrifar bókmenntarýni fyrir Times Literary Supplement og var einn af ritstjórum Meðgöngumála, smásagnaseríu Partusar.