Beint í efni

Ingibjörg Sigurðardóttir

Æviágrip

Ingibjörg Sigurðardóttir fæddist 17. ágúst 1925 að Króki í Skagahreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hún gekk í barnaskólann í Kálfshamarsvík á Skaga í sömu sýslu og tók þaðan fullnaðarpróf. Ingibjörg vann kaupavinnu á sumrin sem unglingur, hreinsaði dún þrjú sumur og var í sveit á bænum Ásbúðum, en rúmlega tvítug flutti hún til Sandgerðis þar sem hún bjó upp frá því, fyrst sem ráðskona en síðar rithöfundur og húsmóðir. 

Fyrsta skáldsaga Ingibjargar, Bylgjur, birtist sem framhaldssaga í Hinu nýja kvennablaði árið 1954, en var ekki gefin út á bók fyrr en 1961. Skáldsagan Sýslumannssonurinn er fyrsta prentaða skáldsaga Ingibjargar, en hún birtist einnig sem framhaldssaga í Heima er bezt. Ingibjörg var afkastamikill rithöfundur og sendi frá sér um þrjá tugi bóka á ferlinum, skáldsögur og ljóðabókina Hugsað heim (1962), auk þess að skrifa framhaldssögur í Heima er bezt. Síðasta skáldsagan sem Ingibjörg sendi frá sér er Glettni örlaganna frá 1991.

Ingibjörg Sigurðardóttir lést í Garði þann 17. júlí 2009.