Jón Gnarr

jón gnarr

„Og mig langaði óstjórnlega að gera eitthvað alveg einstakt, eitthvað stórkostlegt. Mig langaði að syngja í hljómsveit. Ég reyndi að klifra upp á styttuna af Jóni Sigurðssyni, langaði að setjast á háhest á honum. Þegar ég hafði dottið mörgum sinnum niður af buxnafaldi Jóns gafst ég upp og hljóp að dyrum Alþingis, stillti mér þar upp og söng Anarchy in the U.K. eins hátt og ég gat yfir Austurvöll.“

(Sjóræninginn)