Beint í efni

Sólveig Pálsdóttir

Æviágrip

Sólveig Pálsdóttir er fædd í Reykjavík 13. september árið 1959. Hún lauk fjögurra ára námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1982, BA-gráðu í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands 1996, kennsluréttindanámi frá sama skóla 2003 og er hálfnuð með mastersnám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Sólveig starfaði lengst af við leiklist, dagskrárgerð í útvarpi og íslenskukennslu á framhaldsskólastigi auk þess að vinna við ýmis menningartengd verkefni. Frá árinu 2013 hefur hún að mestu helgað sig ritstörfum.

Fyrsta bók Sólveigar, Leikarinn, kom út árið 2012. Fimmta bók hennar, Fjötrar, fékk Blóðdropann 2020, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags, sem besta glæpasaga ársins 2019.

Fyrri bækur Sólveigar hafa verið þýddar á þýsku á vegum Aufbau verlag og tvær eru væntanlegar á ensku síðla árs 2020 og 2021, útgefandi er Corylus Books. Sólveig var valinn Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2019.

Höfundarsíða Sólveigar á ensku er www.solveigpalsdottir.is