Beint í efni

Þóra Jónsdóttir

Æviágrip

Þóra Jónsdóttir er fædd 17. janúar 1925 á Bessastöðum á Álftanesi en fluttist ung að aldri með fjölskyldu sinni að Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp. Hún nam við Alþýðuskólann á Laugum í Reykjadal frá 1940 - 1942 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1948. Þóra kenndi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði 1948 - 1949 og las síðan bókmenntir við Hafnarháskóla 1949 - 1952. Hún lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands 1968. Þóra starfaði á Borgarbókasafni Reykjavíkur frá 1975 - 1982.

Fyrsta ljóðabók hennar, Leit að tjaldstæði, kom út árið 1973, en síðan hefur Þóra sent frá sér fjölda ljóðabóka auk ljóðaþýðinga. Safnrit með ljóðum úr öllum fyrri ljóðabókum Þóru kom út hjá bókaforlaginu Sölku haustið 2005.