Þórey Friðbjörnsdóttir

„Eitthvert pískur á hægri hönd. Kirkjuvörðurinn lítur snöggt til hliðar og sendir hinu kvenlega tríói sem nú hefur fengið sér sæti þaulæfðan vandlætingarsvip. Þær þagna jafnharðan og horfa sneyptar í gaupnir sér. Kirkjuvörðurinn þefar ósjálfrátt út í loftið. Hann hefur áhyggjur af líkinu í þessum hita. En lyktarskyn hans nemur aðeins höfuga blóma- og ilmvatnsangan.“
(Spegilsónata)