Blómaskeið í gerð bóka

1300-1400

Mörg vegleg og ríkulega skreytt handrit eru varðveitt frá fjórtándu öld. Meðal þeirra má telja Konungasögur (46 handrit og handritabrot), Íslendingasögur (23 handrit og handritabrot), annála, samtíðarsögur, veraldlegar og kirkjulegar heilagra manna sögur (13 handrit og handritabrot), fornaldasögur og riddarasögur (14 handrit og handritabrot) og flest aðalhandrit Snorra-Eddu.

Mynd: Svalbarðsbók (AM 343 fol. frá því eftir 1340)