Fyrstu handritin afhent

1971

Fyrstu handritin sem Danir afhentu Íslendingum í kjölfar samnings landanna um skiptingu handritasafns Árna Magnússonar komu heim með danska varðskipinu Vædderen að morgni 21. apríl 1971. Fjöldi manns var samankominn á miðbakkanum í Reykjavík til að fylgjast með þessum atburði, en þessi fyrstu handrit voru Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða. Formleg afhending fór fram í Háskólabíói síðar sama dag. Af þessu tilefni var fólki víða gefið frí í vinnu þegar skipið lagðist að bryggju fyrir hádegið og skólahald var lagt niður um allt land.

Afhendingu handritanna var fram haldið um langt árabil, en síðastu handritin komu til Íslands í júní 1997.

Sjá grein um afhendingu handritanna í Morgunblaðinu á vefnum Tímarit.is.