Handritin heim

1961

Íslendingar og Danir ná samningum um skiptingu handrita úr safni Árna Magnússonar, en ekki var þó endanlega gengið frá samningnum fyrr en 1986. Tveir þriðju hlutar handritasafnsins skyldu fluttir heim til Íslands en einn þriðji verða eftir í Árnasafni í Kaupmannahöfn.

Á Íslandi eru handritin nú varðveitt í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands, en söfnin tvö deila útnefningu handritasafnsins á varðveisluskrá UNESCO yfir andleg minni veraldar, Memory of the World Register.

Byrjað var að flytja handritin heim í apríl 1971 en síðustu handritin voru afhent við formlega athöfn í Háskóla Íslands þann 20. júní 1997.