Íslendingabók

1122-1133

Presturinn Ari fróði Þorgilsson setur saman Íslendingabók á norrænu. Íslendingabók er sagnfræðirit en þar er skráð í stuttu máli saga Íslands frá landnámi til um 1120. Bókin hefst á orðunum: „Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra.“

Sjá nánar um Íslendingabók á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.