Skarðsbók Jónsbókar

1363

Skarðsbók Jónsbókar skráð, en hún er listilega skreytt skinnhandrit. Jónsbók var lögbók Íslendinga sem tók við af Járnsíðu árið 1281 í kjölfar þess að Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd og var bókin mest lesna bók á Íslandi um aldir. Lýsing bókarinnar (myndir og stafagerð) er með því fegursta sem gerist í íslenskum handritum, en nánast hver upphafsstaður er fagurlega gerður og fjölbreytileg mannsandlit prýða marga þeirra. Skarðsbók Jónsbókar var varðveitt í Kaupmannahöfn frá því á sautjándu öld en kom aftur til Íslands árið 1975.

Sjá meira um Skarðsbók á vef Árnastofnunnar.