Birkir Blær Ingólfsson hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin

Birkir Blær Ingólfsson ljósmynd Arnar Tómas Valgeirsson

Birkir Blær Ingólfsson hlaut í dag íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Stormsker. Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir: „Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn er spennandi frásögn af hugrökkum krökkum í heimi sem er bæði óþægilega kunnuglegur og furðulega framandi.“ Bókinni er fáanleg í bókaverslunum. 

Ópus er bara venjulegur drengur, en dag nokkurn fær hann skilaboð frá sjálfum vindinum. Á sama tíma er ríkasti maður í heimi sestur að á eyjunni hans Ópusar og byrjaður að reisa risastór siglutré í þúsundatali. Máttug öfl eru leyst úr læðingi og innan skamms er framtíð plánetunnar í húfi. Vinirnir Ópus og Fífa þurfa að leggja allt í sölurnar til að frelsa vindinn. Hörkuspennandi fantasía fyrir stálpaða krakka.