Krakkar skrifa leikrit

Borgarleikhúsið – í samstarfi við Sögur (RÚV) – efnir til leikritunarsamkeppni fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Skilafrestur er til 15. mars 2018.

Öll börn á þessum aldri, hvar sem er á landinu, geta tekið þátt. Samkeppninni verður skipt í tvo flokka:

- fyrir höfunda á yngsta stigi grunnskóla
- fyrir höfunda á miðstigi grunnskóla

Leikritið má vera skrifað af fleiri en einum höfundi. Hámarkslengd leikrits er 15 blaðsíður í leturstærð 12, en að öðru leyti eru efnistök frjáls. 

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir bæði verðlaunaverkin og verða þau sviðsett í Borgarleikhúsinu með atvinnuleikurum.

Skilafrestur er til 15. mars 2018 og skal senda handrit á tölvupóstfangið borgarleikhus@borgarleikhus.is merkt KRAKKAR SKRIFA LEIKRIT ásamt nafni og kennitölu höfunda.

Sögur á KrakkaRÚV