SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna fór fram í fyrsta sinn í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 22. apríl. Um 2.000 börn á aldrinum 6-12 ára kusu þar sitt uppáhaldsefni á sviði tónlistar, bókmennta, sjónvarps og leikhúss, auk þess sem skapandi börn voru verðlaunuð.
Amma best eftir Gunnar Helgason hlaut Bókaverðlaun barnanna sem besta frumsamda bókin og Dagbók Kidda klaufa – furðulegt ferðalag eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar var kosin besta þýdda bókin.
Sögusteininn, heiðursverðlaun IBBY á Íslandi, voru veitt rithöfundinum Guðrúnu Helgadóttur fyrir æviframlag sitt í þágu barnamenningar á Íslandi. Forseti Íslands hr. Guðni Th Jóhannesson afhenti verðlaunin.
Í flokki tónlistar var B.O.B.A. með JóaPé og Króla valið lag ársins en Daði Freyr og Gagnamagnið sigruðu í flokknum Tónlistarflytjandi árins og áttu einnig lagatexta ársins, Hvað með það? Blái hnötturinn var valinn besta leiksýningin og börnin í Bláa hnettinum voru kosin bestu leikarar og leikkonur ársins. Skólahreysti var kosin barnasjónvarpsþáttur ársins, Fjörskyldan hlaut verðlaun sem fjölskyldusjónvarpsþáttur ársins og loks var sjónvarpþáttaröðin Loforð valið besta leikna efnið í sjónvarpi eða kvikmyndum.
Þá voru sigurvegarar í sögusamkeppni KrakkaRÚV einnig verðlaunaðir á hátíðinni og úrval af smásögum barnanna kom út á rafbók hjá Menntamálastofnun og er aðgengileg á mms.is/sogur, lesendum að kostnaðarlausu.
Smásaga ársins
Bókavandræði – Árni Hrafn Hallsson
Bella og dularfulla mamman – Eyvör Stella Þeba Guðmundsdóttir
Leikrit ársins
Friðþjófur á tímaflakki – Sunna Stella Stefánsdóttir
Tölvuvírusinn – Iðunn Ólöf Berndsen
Leikritin sem báru sigur úr býtum verða sett upp í Borgarleikhúsinu og Útvarpsleikhúsinu á næsta leikári.
Útvarpsleikrit ársins
Stelpan sem læstist í skápnum – Silvía Lind Tórshamar
Stuttmynd ársins
Svandís og Ísak – Svandís Huld Bjarnadóttir, Ísak Helgi Jensson og Brynhildur Þöll Bjarnadóttir
Stuttmyndahandrit ársins
Þrjár óskir – Sara Einarsdóttir og Sóldís Perla Marteinsdóttir
Önnur verðlaun sem veitt voru:
Bókaverðlaun barnanna – Besta þýdda bókin
Amma best - Gunnar Helgason
Dagbók Kidda klaufa – furðulegt ferðalag, Höfundur Jeff Kinney, þýð.: Helgi Jónsson.
Tónlistarflytjandi ársins
Daði Freyr og Gagnamagnið
Lag ársins
B.O.B.A. – JóiPé og Króli
Lagatexti ársins
Hvað með það? – Daði Freyr og Gagnamagnið
Leikið efni ársins
Loforð
Barnasjónvarpsþáttur ársins
Skólahreysti
Fjölskyldusjónvarpsþáttur ársins
Fjörskyldan
Leiksýning ársins
Blái hnötturinn
Leikari/leikkona ársins
Börnin í Bláa hnettinum
Sjónvarpsstjarna ársins
Jón Jónsson
Sögusteinninn - heiðursverðlaun Ibby á Íslandi
Guðrún Helgadóttir
Hvatningarverðlaun fyrir smásögur:
Gimsteinninn – Jakobína Lóa Sverrisdóttir og Vigdís Magnúsdóttir
Geimveran og vinir hennar – Sara Maren Jakobsdóttir
Hættuspil – Sölvi Martinsson Kollmar
Hliðarheimur ímyndunaraflsins – Kristján Nói Kristjánsson
Að hátíðinni stóðu SÖGUR – samtök um barnamenningu, í samstarfi við KrakkaRÚV, SÍUNG, IBBY á Íslandi, Barnamenningarhátíð Reykjavíkurborgar, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, Borgarbókasafnið, Borgarleikhúsið, Menntamálastofnun, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Hörpu og Miðstöð skólaþróunar við HA.
Hátíðin var send út í beinni útsendingu á RÚV og hægt er að horfa á hana í spilara RÚV.
SÖGUR er hluti af afmælisdagskrá 100 ára fullveldisafmæli Íslands.