Tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Föstudaginn 1. desember síðastliðinn var kynnt á Kjarvalsstöðum hvaða bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017.  Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1989 og er þetta því í 29. sinn sem tilnefnt er til þeirra.

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum og er sérstök dómnefnd fyrir hvern þeirra. Formenn nefndanna munu svo koma saman ásamt forsetaskipuðum formanni og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk.

Tilnefningar í flokki fræðirita og bóka almenns efnis:

Karl Aspelund og Terry Gunnell, ritstjórar: Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874
Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands og Bókaútgáfan Opna

Steinunn Kristjánsdóttir: Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir
Útgefandi: Sögufélag í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands

Sumarliði R. Ísleifsson, ritstjóri: Líftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010
Útgefandi: Skrudda

Unnur Þóra Jökulsdóttir: Undur Mývatns: -um fugla, flugur, fiska og fólk
Útgefandi: Mál og menning

Vilhelm Vilhelmsson: Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld
Útgefandi: Sögufélag
 
Dómnefnd skipuðu Hulda Proppé (formaður), Knútur Hafsteinsson og Þórunn Sigurðardóttir.

Tilnefningar í flokki barna- og ungmennabóka:

Áslaug Jónsdóttir, Rakel Hemsdal  og Kalle Güettler: Skrímsli í vanda
Útgefandi: Mál og menning

Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig?
Útgefandi: Vaka-Helgafell

Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Fuglar
Útgefandi: Angústúra

Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels
Útgefandi: Mál og menning

Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri
Útgefandi: Mál og menning
 
Dómnefnd skipuðu Sigurjón Kjartansson (formaður), Hildigunnur Sverrisdóttir og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir.

Tilnefningar í flokki fagurbókmennta:

Bergþóra Snæbjörnsdóttir: Flórída
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Jón Kalman Stefánsson: Saga Ástu
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Kristín Eiríksdóttir: Elín, ýmislegt
Útgefandi: JPV útgáfa

Kristín Ómarsdóttir: Kóngulær í sýningargluggum
Útgefandi: JPV útgáfa

Ragnar Helgi Ólafsson: Handbók um minni og gleymsku
Útgefandi: Bjartur

Dómnefnd skipuðu Helga Ferdinandsdóttir (formaður), Bergsteinn Sigurðsson og Steingrímur Þórðarson.