Drop the Mic: Nordic-Baltic Poetry Slam Network

Kulturkontakt Nord

Drop the Mic - Nordic-Baltic Poetry Slam Network var samstarfsverkefni Bókmenntaborganna Reykjavíkur, Tartu, Krakár og Heidelberg. Að auki tóku listamenn og viðburðahaldarar í Kaupmannahöfn þátt í verkefninu. Verkefnið hófst í Reykjavík á Lestrarhátíð í október 2016 og því lauk í Kaupmannahöfn tæpu ári síðar, í september 2017.

Verkefnið var styrkt af Norrænu menningargáttinni, Kulturkontak Nord

Ljóðaslamm í fimm borgum

Ljóðskáldin sem tóku þátt í verkefninu eru Vigdís Ósk Harðardóttir Howser, Ólöf Rún Benediktsdóttir og Jón Magnús Arnarsson frá Reykjavík, Dennis Buchleitner, Peter Dyreborg, Sarah Hauge og Rasmus Rhode frá Kaupmannahöfn og Jaan Malin, Sirel Heinloo, Janar Sarapu, Siim Liil og Rauno Alliksar frá Tartu. Þau tóku þátt í vinnusmiðjum og fundum í borgunum fimm og tróðu einnig upp á viðburðum.

Í Reykjavík var dagskráin haldin í tengslum við Lestrarhátíð í október 2016, í Kraká innan Miloz hátíðarinnar og í Tartu í tengslum við Prima Vista bókmenntahátíðina.