Jump to content
íslenska

Abrakadabra

Abrakadabra
Author
Kristín Steinsdóttir
Publisher
Vaka-Helgafell
Place
Reykjavík
Year
1995
Category
Children‘s books

Teikningar Kristín Ragna Gunnarsdóttir

Úr Abrakadabra:

Töfrakarlinn

 Það var komið kvöld. Regnið streymdi úr loftinu og haustvindurinn reif í trén. Út um opinn glugga á annarri hæð í húsi númer þrettán við Krókalón heyrðist þulið dimmri röddu:
 „Abrakadabra, breytist þú!
 Abrakadabra í hvíta mús!“
 Á gólfinu innan við gluggann sat Aðalsteinn, kallaður Alli, fínlegur strákur með skollitað hár og stór brún augu. Hann sat á köflóttu ullarteppi, í náttfötum og sveiflaði töfrasprotanum sínum yfir bláu fuglabúrinu en ekkert gerðist. Alla dreymdi um að verða mikill töframaður og þess vegna hafði Beta, vinkona hans, gefið honum töfrasprota í afmælisgjöf. Tækist honum að verða töframaður ætlaði hann að hjálpa öllum litlum krökkum sem voru hræddir í frímínútum, leikfimi og sundi. Hann ætlaði líka að hjálpa strákunum sem langaði til þess að vera með í fótbolta en voru alltaf reknir í burtu af því að þeir voru svo litlir.
 „Æ, ég gleymdi töfraskikkjunni!“ tautaði hann og skellti gömlu svuntunni hennar Betu yfir axlirnar á sér. Við það kom styggð að páfagauknum sem rauk upp með argi og gargi svo að grænar fjaðrirnar þyrluðust um allt.
 „Láttu ekki svona, Goggi, þú verður bara mús í smá stund. Ég breyti þér strax aftur í páfagauk.“
 En Goggi var orðin reiður og hentist fram og aftur um búrið. Alli sveiflaði töfrasprotanum þrisvar, hækkaði róminn og út yfir Krókalónið hljómaði:
 „Abrakadabra, breytist þú!
 Abrakadabra í hvíta mús!“
 Þá gerðist það!
 Inn um opinn gluggann flaug pínulítill karl á priki og lenti á teppinu við hliðina á Alla. Hann var rennandi blautur, með stórt rautt nef og óteljandi hrukkur á andlitinu. Alli starði á hann eins og tröll á heiðríkju.

(s. 5-6)

More from this author

Ängeln i trapphuset

Read more

Bjarna-Dísa

Read more

Angelas Vakaru rajone

Read more

Spurgos ir karis

Read more

Ljósa (Brightness)

Read more

Hetjur (Heroes)

Read more

Á eigin vegum (By Herself)

Read more

Draugar vilja ekki dósagos (Ghosts don´t want soda in a can)

Read more

Mörkin horfin (No Limits)

Read more