Jump to content
íslenska

Bara við tvö (Just the Two of Us)

Bara við tvö (Just the Two of Us)
Author
Andrés Indriðason
Publisher
Iðunn
Place
Reykjavík
Year
1994
Category
Children‘s books

Úr Bara við tvö:

Maríanna!
 Ég sat við eldhúsborðið yfir mjólkurglasi og fullum diski af kornflögum og starði á baksíðu Moggans. Trúði varla mínum eigin augum.
 Það var mynd af henni!
 Þessi líka flennistóra litmynd!
 Og mesti montrass í heimi, Aðalbjörn Pálsson, eins og límdur við hana!
 Mér varð svo mikið um að mér svelgdist á. Ég stóð á öndinni góða stund en datt síðan aftur ofan í svo heiftarlegt hóstakast að mjólkin frussaðist út úr mér yfir eldhúsborðið og langt út á gólf. Mamma kom óðara fljúgandi með borðtusku.
 - Viltu nú ekki fara að drífa þig í skólann, Geiri minn, sagði hún mæðulega og þurrkaði sletturnar upp. Klukkan er alveg að verða átta.
 Ég svaraði ekki. Kom ekki upp orði því að ég var svo gapandi hissa. Á dauða mínum átti ég von en ekki því að sjá kærustuna mína uppstækkaða í litum í Mogganum í örmum Aðalbjörns Pálssonar! Eða svo gott sem. Þetta var slíkt áfall að því verður ekki með orðum lýst.
 Ég renndi augunum yfir textann sem fylgdi myndinni.

Innritun í dansskólana stendur nú yfir og er aðsókn með mesta móti enda hefur áhugi á dansi farið vaxandi meðal ungs fólks hin síðari ár. Hér eru Íslandsmeistararnir í samkvæmisdönsum í flokki 14 og 15 ára, Maríanna Sigurðardóttir og Aðalbjörn Pálsson, en þau gerðu garðinn frægan með glæsilegri frammistöðu í danskeppni á Englandi á liðnu vori. Má vænta mikils af þessu efnilega pari í framtíðinni.

Þessu efnilega pari!
 Ég hefði öskrað ef mamma hefði ekki verið á flögri í kringum mig í eldhúsinu og pabbi sofandi hinum megin við vegginn, nýkominn af vaktinni í slökkviliðinu. Ég lýg því ekki að ég hefði öskrað.

(s. 5-6)

More from this author

Hér er gott að vera (This is a Good Place to Be)

Read more

Ríkisútvarpið 75 ára (The 75th Anniversary of the National Icelandic Broadcasting Service)

Read more

Bílar geta flogið (Cars Can Fly)

Read more

Upp á æru og trú (Cross my Heart)

Read more

Líf fyrir listina eina (Life for Art Alone)

Read more

Höggmyndaskáldið Einar Jónsson (The Sculptor Einar Jónsson)

Read more

Ævintýralegt samband (A Fairytale Relationship)

Read more

Með stjörnur í augum (Stars in Your Eyes)

Read more

Þessi blessuð börn! (These Children!)

Read more