Jump to content
íslenska

Brennan á flugumýri (Flugumýri Arson)

Brennan á flugumýri (Flugumýri Arson)
Author
Anna Dóra Antonsdóttir
Publisher
Espólín forlag
Place
Reykjavík
Year
2020
Category
Children‘s books

um bókina 

Brennan á flugumýri eftir Önnu Dóru Antonsdóttur fjallar um atburði Sturlungaaldar eins og nafnið gefur að kynna, bæjarbrennu og brúðkaup á Flugumýri í Skagafirði árið 1253. Bókin er ætluð ungu fólki á öllum aldri og til þess lesvæn.

Myndir unnu Elísabet Kolbrá Úlfarsdóttir og Mio Storåsen.

úr bókinni

Við héldum áfram og ég fann að léttara var að draga andann. Svalandi golan strauk um vangana og þegar ég leit við sá ég að bærinn stóð allur í ljósum logum og reykurinn, mikill og svartur náði langt upp í loftið. Kannski náði reykurinn hærra en fjallið, fjallið Glóðafeykir?
   Seinna var mér sagt að reykurinn hefði sést víða í Skagafirði og Markús Marðarson hefði hlaupið í harðaspretti út í Þverá, í kirkjuna þar og sagt frá. Frá Þverá fóru svo sendiboðar yfir í Hegranes og Reynistað og menn ruku til að safna liði. 
   En þetta er löng leið og engin gat komið til hjálpar fyrr en það var of seint, alltof seint. Eyjólfur og hans menn voru farnir og áreiðanlega komnir langt áleiðis til Eyjafjarðar og heim til sín.
   Þessi atburður var mikið umtalaður í héraðinu og hvar sem tveir menn eða fleiri komu saman var byrjað að tala um brúðkaupið og brennuna á Flugumýri.

(104)

More from this author

Brúðkaupið í Hvalsey (The Wedding in Hvalsey)

Read more

Huldur

Read more

Konan sem fór ekki á fætur (The Woman Who Didn´t Get Up)

Read more

Voðaskotið (The Fatal Shot)

Read more

Hefurðu farið á hestbak? (Have You Been Horseback Riding?)

Read more

Hafgolufólk (The Sea-Breeze People)

Read more

Bardaginn á Örlygsstöðum (The Battle of Örlygsstaðir)

Read more

Þar sem skömmin skellur: Skárastaðamál í dómabókum (Where the Shame Hits: Skárastaða Case in Judgement Books)

Read more

Refir í hættu (Foxes in Danger)

Read more