Jump to content
íslenska

Emil og Skundi - allar sögurnar (Emil and Skundi - All the Stories)

Emil og Skundi - allar sögurnar (Emil and Skundi - All the Stories)
Author
Guðmundur Ólafsson
Publisher
Vaka-Helgafell
Place
Reykjavík
Year
2001
Category
Children‘s books

Af bókarkápu:

Ein vinsælasta barnabók síðari ára er Emil og Skundi eftir Guðmund Ólafsson. Emil er tíu ára strákur sem langar til að eignast hvolp - og hann lætur drauminn rætast! Þegar í ljós kemur að pabbi hans er ekki sérlega hrifinn af þessu bralli sonarins strýkur Emil að heiman - með hvolpinn Skunda í fanginu.

Þannig hefst sagan um félagana Emil og Skunda sem eiga eftir að lenda í ótal ævintýrum saman. Emil og Skundi kom út árið 1986 og vakti verðskuldaða athygli. Bókin hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin, auk þess sem gerð var eftir henni vinsæl kvikmynd er nefnist Skýjahöllin.

Í kjölfarið fylgdu bækurnar Emil, Skundi og Gústi og Emil og Skundi - Ævintýri með afa sem einnig nutu mikillar hylli lesenda. Hér hefur öllum sögunum um Emil og Skunda verið safnað saman í eina bók. Þær eru skemmtilegar og fjörmiklar en snerta líka viðkvæma strengi og höfða til allra krakka sem hafa gaman af góðum sögum.

More from this author

Klukkuþjófurinn klóki (The Clever Clockthief)

Read more

Lísa og galdrakarlinn í Þarnæstugötu (Lísa and the Magician in Nextover Street)

Read more

Heljarstökk afturábak (Backflip)

Read more

Emil og Skundi - Ævintýri með afa (Emil and Skundi - An Adventure With Grampa)

Read more

Emil, Skundi og Gústi (Emil, Skundi and Gústi)

Read more

Emil og Skundi (Emil and Skundi)

Read more

Fader vår

Read more