Jump to content
íslenska

Furðulegt ferðalag (A Strange Journey)

Furðulegt ferðalag (A Strange Journey)
Author
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Publisher
Dimma
Place
Reykjavík
Year
1996
Category
Children‘s books

Um Furðulegt ferðalag:

Skógarpúkinn Pansjó fær Börk og vini hans til að hjálpa sér við að bjarga trjánum. En hvernig eiga venjulegir krakkar og skógarpúki að bjarga risastórum trjám? Ekki geta tré gengið eða hlaupið - eða geta þau það? Ekki er allt sem sýnist og þau lenda í ótrúlegum ævintýrum á sannarlega Furðulegu ferðalagi. 

Úr Furðulegu ferðalagi:

Pansjó skimaði í allar áttir áður en hann hóf mál sitt. Ég gat ekki komið auga á neitt óvenjulegt í garðinum. Allt var með kyrrum kjörum og dimmt, nema þar sem tunglskinið náði til jarðar á milli trjágreinanna. Vatnið í tjörninni var fúlt og illgresi óx út um allt. Mér leið allt í einu illa og fannst við hafa gleymt að hirða um garðinn. Ég leit á Pansjó.
 - Þetta er allt í lagi, sagði hann. 
 - Það er ekki við ykkur að sakast. Það var öruggt að hann las hugsanir. Mig langaði til að fá að vita eitthvað meira um hann.
 - Hvar áttu heima? spurði ég.
 - Alls staðar og hvergi, svaraði Pansjó. – Í djúpum skógi og dimmum helli.
 - Og hvar er það? spurði ég.
 - Það er óravegu héðan, sagði Pansjó. – Ég segi þér frá því seinna. Á þessari stundu er mikilvægara að þú fáir að vita um það verk sem við eigum fyrir höndum. Við eigum að bjarga trjánum.
 - Bjarga trjánum? spurði ég forviða.
 - Já, þú heyrðir hvað ég sagði. Það þarf að bjarga trjánum áður en garðurinn verður lagður í auðn. Hér mun ekkert standa óhaggað.
 Hvernig gat þessi skógarpúki vitað að skrifstofuliðið ætlaði að breyta garðinum okkar í byggingarlóð? Ég hafði reyndar ekkert pælt í því að það þyrfti að rífa burtu öll trén þegar það yrði gert.
 - Ef við björgum ekki trjánum vofir ógæfan yfir okkur, sagði Pansjó.
Það var ekki auðvelt að skilja hann. Mér fannst hann tala í gátum og gleyma því að ég var bara venjulegur strákur sem vissi ekkert um það sem hann ætlaði að fara gera.

(s. 19-20)

More from this author

Dvärgstenen

Read more

Sjálfsmyndir (Self Portraits)

Read more

Oro de serpientes

Read more

Seikkailu metsässä

Read more

Segðu mér og segðu... (Tell Me and Tell Me...)

Read more

Ljóð í leiðinni: skáld um Reykjavík (Poetry to Go: Poets on Reykjavík)

Read more

Berrössuð á tánum: Bullutröll (Stark Naked Toes: Blathertrolls)

Read more

Berrössuð á tánum (Stark Naked Toes)

Read more

Poems in ICE-FLOE, International Poetry of the Far North

Read more