Jump to content
íslenska

Í leiðinni (On the Way)

Í leiðinni (On the Way)
Author
Ari Trausti Guðmundsson
Publisher
Vaka-Helgafell
Place
Reykjavík
Year
2004
Category
Poetry

Í leiðinni er fyrsta ljóðabók Ara Trausta Guðmundssonar og hefur að geyma tæp 60 ljóð.

úr bókinni

Múlakaffi IV

Þær eru í snyrtilegum röðum
randalínur
jólakökusneiðar
brauðsneiðar með stífri kæfu
sandkökuhlussur
tebollur
og flatbrauðshyrnur með hangikjöti
í döggvaðri plastfilmu
og svo 
nóg af Melroseste og Bragakaffi

alltaf Melroses og Braga.

En ég spyr:
   - Áttu ekki til capuccino?

Hún réttir mér
hvítt mál og svarar blíðlega:
- Við seljum bara te og kaffi.

Ég sest með málið og skil þá
loksins
að augnablikið er ekki skáldskapur
heldur staðreynd
sem 
tíminn fær ekki grandað.

More from this author

Landið sem aldrei sefur (The land that never sleeps)

Read more

Eyjafjallajökull : Der ungezähmte Vulkan (Eyjafjallajökull : Grandeur of Nature)

Read more

Bæjarleið (Into Town)

Read more

Krókaleiðir (Detours)

Read more

Land þagnarinnar (Land of Silence)

Read more

Borgarlínur (City-Lines)

Read more

Landið sem aldrei sefur (The land that never sleeps)

Read more

Blindhæðir (Blind-Rise)

Read more

Vegalínur (Road-Lines)

Read more