Jump to content
íslenska

Sjálfsmyndir (Self Portraits)

Sjálfsmyndir (Self Portraits)
Author
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Publisher
Dimma
Place
Reykjavík
Year
2012
Category
Poetry

Úr Sjálfsmyndum

Upplag

Óspart var mér hrósað í æsku
fyrir það eitt að vera þægur
sem ég gat vísast verið
án mikillar fyrirhafnar.

Erfitt að átta sig í glerhörðum rauntíma
á því hvernig geðprýðin leiðir í ógöngur
og verður grandvörum manni að fjörtjóni
þrátt fyrir ágætis upplag.

...

Meðan söngurinn hljóðnar

Eyja á bláum flóa
undir nýkveiktu tungli
sigling um tímans haf
meðan söngurinn hljóðnar.

Ferjan er komin
að flytja þig burt af landi
í svipleiftri dagarnir allir
dýrmætar stundir.

Þú kveður í þögn
þarflaust að tefja lengur
í nótt þar sem lágstemmd
lognaldan vakir.

Fjörðurinn úthafsblár
aðventuklukkur hringja
senn lætur ferjan úr höfn
og söngurinn hljóðnar.

(24-5)

 

More from this author

Dvärgstenen

Read more

Oro de serpientes

Read more

Seikkailu metsässä

Read more

Segðu mér og segðu... (Tell Me and Tell Me...)

Read more

Ljóð í leiðinni: skáld um Reykjavík (Poetry to Go: Poets on Reykjavík)

Read more

Berrössuð á tánum: Bullutröll (Stark Naked Toes: Blathertrolls)

Read more

Berrössuð á tánum (Stark Naked Toes)

Read more

Poems in ICE-FLOE, International Poetry of the Far North

Read more

Háaloftið (The Attic)

Read more