Jump to content
íslenska

Sjálfsmyndir (Self Portraits)

Sjálfsmyndir (Self Portraits)
Author
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Publisher
Dimma
Place
Reykjavík
Year
2012
Category
Poetry

Úr Sjálfsmyndum

Upplag

Óspart var mér hrósað í æsku
fyrir það eitt að vera þægur
sem ég gat vísast verið
án mikillar fyrirhafnar.

Erfitt að átta sig í glerhörðum rauntíma
á því hvernig geðprýðin leiðir í ógöngur
og verður grandvörum manni að fjörtjóni
þrátt fyrir ágætis upplag.

...

Meðan söngurinn hljóðnar

Eyja á bláum flóa
undir nýkveiktu tungli
sigling um tímans haf
meðan söngurinn hljóðnar.

Ferjan er komin
að flytja þig burt af landi
í svipleiftri dagarnir allir
dýrmætar stundir.

Þú kveður í þögn
þarflaust að tefja lengur
í nótt þar sem lágstemmd
lognaldan vakir.

Fjörðurinn úthafsblár
aðventuklukkur hringja
senn lætur ferjan úr höfn
og söngurinn hljóðnar.

(24-5)

 

More from this author

Dvärgstenen

Read more

Ljóð í leiðinni: skáld um Reykjavík (Poetry to Go: Poets on Reykjavík)

Read more

Berrössuð á tánum: Bullutröll (Stark Naked Toes: Blathertrolls)

Read more

Berrössuð á tánum (Stark Naked Toes)

Read more

Poems in ICE-FLOE, International Poetry of the Far North

Read more

Háaloftið (The Attic)

Read more

Hjartaborg (Heart City)

Read more

Ekki svona! (Not Like That!)

Read more

Segðu mér og segðu... (Tell Me and Tell Me...)

Read more