Jump to content
íslenska

Voðaskotið (The Fatal Shot)

Voðaskotið (The Fatal Shot)
Author
Anna Dóra Antonsdóttir
Publisher
Höfundur
Place
Reykjavík
Year
1998
Category
Novels

Af bókarkápu:
Voðaskotið er saga um voveiflegt dauðsfall vinnukonu og eftirmála þess.
   ,,Þar lá kvenmaður á loftinu og byssa undir henni. Hélt ég fyrst að yfir hana hefði liðið en þegar ég gætti betur sá ég að hún var blóðug á höfði. Ég lyfti henni upp og sá þá að hún var dauð."
   Þannig fórust orð einu aðalvitninu í þessu sérstæða sakamáli sem aldrei var til lykta leitt. Yfirvöld hliðruðu sér hjá dómi en alþýða manna ekki og alþýðudómstóllinn er miskunnarlaus.
   Voðaskotið er öðrum þræði saga 19. aldar mannsins, Hans Baldvinssonar frá Upsum. Höfundur sögunnar er einn niðja hans, Anna Dóra Antonsdóttir. Hún er fædd og uppalin í Dalvík og þekkir því sögusviðið vel.
Í þessari bók varpar hún ljósi á sakamál sem legið hefur í þagnargildi í 160 ár.


Úr Voðaskotið:
Tíðindin bárust bæ frá bæ og veittu ómælda upplyftingu í fásinninu. Þrátt fyrir heyannir gáfu menn sér tíma til að flytja svo mikilvæga sendingu alveg að kostnaðarlausu. Eins og bergmálið kom fréttin til baka en ólíkt bergmálinu varð hún fyllri í bakaleiðinni.
   Jón hreppstjóri Þorkelsson í Göngustaðakoti átti um þessar mundir erindi niður á Upsaströnd. Hann kom að Hóli til Jóns og Kristínar þar sem hann var auðvitað spyrður almæltra tíðinda. Hann lét lítið yfir en Kristín var næm og skynjaði að hreppstjórinn bar eitthvað fyrir brjósti, fylgdi honum í kveðjuskyni út á hlað og þar leysti hann frá skjóðunni.
   Kristínu var erfitt að sitja ein með þvílík stórtíðindi, sönn eða login, sama var. Hún taldi að minnsta kosti skyldu sína að upplýsa Þorvald vinnumann, hann gat átt hagsmuna að gæta, fyrir hönd barnsins þó ekki væri annað.
   Þorvaldur Þorvaldsson var myndarlegur maður, þess konar sem gengur í augu kvenna að eigin mati. Hann ætlaði sér annað en vinnumannsstand ævina út. Varð á endanum sjálfs sín, tók við Sauðaneskoti af Hans Baldvinssyni og hóf þar búskap árið 1857 er Hans flutti í Lækjarbakka með hyski sitt.
   Þorvaldur var tvígiftur en eignaðist aldrei fleiri börn en Jón litla Gunnuson sem ólst upp foreldralaus fram á Þorleifsstöðum.
Ekki var laust við að Þorvaldi þætti sagan merkileg sem Kristín húsfreyja hvíslaði að honum. Samviskan var reyndar örlítið að ónáða hann, kominn með aðra konu, ákveðinn í að láta Gunnu róa og hún vissi það. Það hvarflaði að honum að vonbrigðin hefðu orðið henni um megn og þetta því örþrifaráð.

(s. 86-87)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

 

More from this author

Hafgolufólk (The Sea-Breeze People)

Read more

Brúðkaupið í Hvalsey (The Wedding in Hvalsey)

Read more

Huldur

Read more

Konan sem fór ekki á fætur (The Woman Who Didn´t Get Up)

Read more

Hefurðu farið á hestbak? (Have You Been Horseback Riding?)

Read more

Bardaginn á Örlygsstöðum (The Battle of Örlygsstaðir)

Read more

Refir í hættu (Foxes in Danger)

Read more

Uppskriftir stríðsáranna: matur úr íslenskum eldhúsum eftir stríð (Recipes from the War: Food from Icelandic Kitchens Post-War)

Read more

Brennan á flugumýri (Flugumýri Arson)

Read more