Jump to content
íslenska

Prívat og persónulega (Between You and Me)

Prívat og persónulega (Between You and Me)
Author
Birgir Sigurðsson
Publisher
Óskráð
Place
Reykjavík
Year
2009
Category
Short stories

Um bókina

Þetta er bók um mig og þig. Ást okkar. Gleði. Fyndni. Sorg. Skáldskapur sem snertir okkur, kemur okkur við, því það er ekkert í þessari bók sem við höfum ekki reynt á okkur sjálfum. Og sögumaðurinn er einn af okkur; þér, mér og öllum hinum.

Úr Bókinni

Ég átti í ástarsambandi við tuttugu og fjögurra ára konu þegar ég var fimmtán ára. Ég elskaði hana mjög heitt. Mér fannst í fyrstu að þetta samband hefði endað illa. Síðan fannst mér að það hefði endað vel. Því ég fann til léttis þegar því lauk. Jafnvel hamingjukenndar. En hamingjukenndin entist ekki. Tveimur árum síðar var ég enn í sárum. Og þau greru illa. Ég gat ekki losnað við þessa konu úr huga mér. Það var engu líkara en ég væri bundinn henni órjúfanlegum böndum. Ég hugsaði sífellt um hana. Og mig dreymdi hana á næturnar. Ég náði mér ekki á strik. Allra síst í kvennamálum. Ég átti erfitt með að nálgast stúlkur. Og eiginlega meira en það: Ég reyndi það ekki einu sinni. Og eiginlega meira en það: Ég fann til óvilja þegar mér varð hugsað til þess. Ég komst ekki út úr þessu ástandi. Og mér leið sífellt verr. Ég hafði aldrei sagt neinum frá þessu ástarsambandi. Nú fannst mér ég yrði að gera það: Segja allt af létta.
(s. 109-110)

More from this author

Dínamít : leikrit í fjórtán atriðum (Dinamite : A Play in Fourteen Acts)

Read more

Tag der Hoffnung: Schauspiel in vier Akten

Read more

60 selected chess games/poems by the Grandmaster Davíð Bronsteins on the occasion of his 50th birthday on the 19th of February 1974.

Read more

Á jörð ertu kominn

Read more

Marta Quest

Read more

Réttu mér fána (Hand Me a Flag)

Read more

Korpúlfsstaðir : saga glæsilegasta stórbýlis á Íslandi (Korpúlfsstaðir : The story of the Most Magnificent Ranch House in Iceland)

Read more

Skáld-Rósa (Poet-Rósa)

Read more

Svartur sjór af síld : síldarævintýrin miklu á sjó og landi (The Sea is Black With Herring : The Great Herring Adventures on Land and Sea)

Read more