Jump to content
íslenska

Sólin er sprungin (The Sun is Shattered)

Sólin er sprungin (The Sun is Shattered)
Author
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Publisher
Mál og menning
Place
Reykjavík
Year
2001
Category
Novels

um bókina

Jón Fisher elst upp á Daybreak Ridge Motel, skammt frá smábænum Hillside í Kaliforníu, ásamt fötluðum eldri bróður. Faðir þeirra rekur mótelið, auk þess að standa í ýmsu vafasömu braski. Löngu eftir lát móður Jóns í bílslysi berst þeim bréf frá Íslandi, landi móður þeirra, þar sem þeim er gert tilboð í jörð afa þeirra og ömmu vestur á fjörðum. Jón ákveður að halda til Íslands til að ganga frá málunum...

úr bókinni

Það er morgunn. Lucy hefur tekið til morgunmat og er að blása á sér hárið. Dyrnar að baðherberginu eru opnar.
   Jack Fisher gleymir sér andartak við að horfa á vinkonu sonar síns yfir barminn á kaffibollanum. Þegar hann mætur augum hennar í speglinum lítur hann undan, sýpur á kaffinu og hækkar í útvarpinu til að heyra eitthvað gegnum suðið á hárblásaranum. Lucy hallar aftur baðherbergishurðinni.
   Jack er stór maður og hefur einhvern tíma verið glæsilegur á velli. Hann er lasburða, þrátt fyrir vöxtinn. Eins og gamalt hátt tré, sem er að deyja innan frá. Hann hristist af hósta sem hljómar eins og verið sé að hræra steypu og hættir við að kveikja í Camelsígarettunni. Þegar hviðan er afstaðin, skiptir hann sígarettunni í tvennt og kveikir í öðrum stubbnum. Hann er að draga úr reykingunum.
   Jón er uppi. Hann er klæddur en er að tína út úr skáp föt á fullorðinn mann. Allt frá sokkum og nærbuxum og upp í smekkbuxur. Hann leggur fötin á stól, tekur ódyra barnafiðlu upp af gólfinu og gægist inn í herbergið við hliðina á hans. Þar er allt kyrrt. Þar eru líka tréfígúrur í hillum, en þessar eru greinilega eldri en þær sem Jón hefur tálgað. Tim virðist sofandi. Jón leggur fiðluna ofan á hrauk af leikföngum, hallar dyrunum hljóðlega og fer niður.
   Ekki löngu síðar kemur Tim niður í eldhúsið, klæddur fötunum sem Jón lagði á stólinn. Hann er næstum tveimur árum eldri en Jón og heldur hærri, brosmildur og aðeins haltur. Hann kyssir pabba sinn á kinnina um leið og hann býður góðan dag. Jack umlar á móti. Svo fær Tim sér ákaflega stóra skál af Cheerios og sest á móti honum með snjáða og margviðgerða bók með mörgum lögum af límbandi á kilinum. Hann rennir fingri eftir orðunum í henni, og segir þau upphátt en lágt. Þau eru á framandi tungumáli og hljóma torkennilega á þessum stað.
   - Ég á fínan fána, sagði Fúsi ... Fía á fána og Fúsi á fána...
   Tim þagnar og brosir stoltur. Jack sýnir engin viðbrögð. Tim heldur áfram að borða.
   Þegar Lucy gengur að Mustanginum kemur Jón til hennar út úr verkstæðisskúrnum sem stendur við hliðina á íbúðarhúsinu. Þar glittir í hálfuppgerðan gamlan Chevrolet Impala blæjubíl með tígulega vængi þar sem aðrir bílar hafa skott.

(19-20)

More from this author

Stórir brúnir vængir og fleiri sögur (Big Brown Wings and Other Stories)

Read more

Í skugga mannsins (In a Man's Shadow)

Read more

Ljóð handa hinum og þessum (Poems for Others and Those)

Read more

Lífdagatal (Calendar of Life)

Read more

Felustaður tímans (Times Hiding Place)

Read more

Stofa kraftaverkanna (Living Room of Miracles)

Read more

Hraunið (The Lava Field)

Read more

The Stone Tear

Read more

Tár úr Steini (The Stone Tear)

Read more