Frá Dunedin Bókmenntaborg UNESCO

Victor Billot

Victor Billot

Á frummálinu, ensku:

The plains were dry, and no spring wells underneath
as green turns to yellow, and yellow to grey

but a curtain of water drew close upon me,
cool from the earth.

Balance restored, a circle is drawn.
The dream is shattered as the dream reforms.

Victor Billot, brot úr ljóðinu "Monsoon Season"
 

Í lauslegri þýðingu á íslensku:

Slétturnar voru þurrar og uppsprettur vorsins að engu orðnar
þegar grænn verður að gulum og gulur grár
en tjöld úr vatni færðust nær mér
köld upp úr jörðunni.
Jafnvægi komið á aftur, hringur er dreginn.
Draumurinn splundrast um leið og hann endurfæðst.
 

 

 

Victor Billot er rithöfundur og tónlistarmaður frá Dunedin á Nýja Sjálandi. Hann hefur gefið út ljóðabækurnar: Mad Skillz for the Demon Operators (2014), Machine Language (2015) og Ambient Terror (2017). Lesa má frekar um Victor Billot á vefsíðu hans www.victorbillot.com.

Bókmenntaborgin Dunedin á Nýja Sjálandi

Lesum heiminn

Textasýningin Lesum heiminn /Read the World er í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 10. - 31. október 2018. Í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands bregður Bókmenntaborgin Reykjavík á leik með tilvitnunum frá systurborgum sínum í samstarfsneti skapandi borga UNESCO, UNESCO Creative Cities Network. Textarnir fjalla allir um frelsi, sjálfstæði eða uppreisnaranda í sem víðustum skilningi og er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um þessi hugtök og þýðingu þeirra fyrir okkur sem einstaklinga eða þjóðir. Með sýningunni vill Bókmenntaborgin leggja áherslu á þýðingu samtals menningarheima fyrir íslenskt samfélag, fullveldi þess og framþróun og heiðra skáld um víða veröld sem vekja okkur til umhugsunar um ólíkar hliðar frelsis og sjálfstæðisbaráttu í einkalegu og opinberu tilliti.