Frá Lillehammer, Bókmenntaborg UNESCO

Norski rithöfundurinn Bjørnstjerne Bjørnson (1832-1910) var áberandi í menningar- og stjórnmálalífi síns tíma. Ekkert var honum óviðkomandi, hvorki smá né stór málefni. Hann bar hag þeirra sem minna máttu sín fyrir brjósti og talaði máli smærri þjóða hvað varðar réttinn til sjálfstæðis og frelsis. Hann skrifaði smásögur, skáldsögur, söguleg leikrit og samtímaverk, auk um 400 ljóða sem margir tónlistarmenn hafa lagt sig eftir. Bréf hans eru 10.000 til 20.000 og ræður hans og greinar um 3.500 talsins. Norski þjóðsöngurinn, “Ja, vi elsker”, er eftir Bjørnstjerne Bjørnson.

Tilvitnunin hér að ofan er titill á ljóði sem Bjørnstjerne hafði ekki lokið við að yrkja þegar hann lést, en þessi orð hafa engu að síður orðið fleyg eftir hans daga. 

Bjørnstjerne Bjørnson hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1903 fyrir höfundarverk sitt.

Lesum heiminn

Textasýningin Lesum heiminn /Read the World er í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 10. - 31. október 2018.

Í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands bregður Bókmenntaborgin Reykjavík á leik með tilvitnunum frá systurborgum sínum í samstarfsneti skapandi borga UNESCO, UNESCO Creative Cities Network. Textarnir fjalla allir um frelsi, sjálfstæði eða uppreisnaranda í sem víðustum skilningi og er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um þessi hugtök og þýðingu þeirra fyrir okkur sem einstaklinga eða þjóðir. Með sýningunni vill Bókmenntaborgin leggja áherslu á þýðingu samtals menningarheima fyrir íslenskt samfélag, fullveldi þess og framþróun og heiðra skáld um víða veröld sem vekja okkur til umhugsunar um ólíkar hliðar frelsis og sjálfstæðisbaráttu í einkalegu og opinberu tilliti.