Frá Ljublijana, Bókmenntaborg UNESCO

Kristina Hočevar

Kristina Hočevar

Á frummálinu, slóvensku:

kadar se selijo oblaki, mislim, da tečem.
belina morja se v votlini širi.
pomaranča se vali s kilimandžara v kos ljubljane.
nebo se oddaljuje iz mehurja in seč prepogosto
curlja. kadar tečem, mislim, da se selijo oblaki.

 

© Kristina Hočevar, Nihaji (CZ, 2009)

 

Á ensku:

when clouds migrate, I think I’m running. 
whiteness of the sea spreading in the cave.
the orange tumbles from kilimanjaro into a piece of ljubljana.
the sea moving away from the bladder and urine trickling
too often. when I’m running, I think clouds migrate.
 

© ensk þýðing Jernej Županič

 

Lauslega þýtt á íslensku:

þegar skýin hreyfast, finnst mér ég hlaupa. 
hvíta hafsins breiðir úr sér í holrýminu
appelsínugulir logar kilimanjaro verða hluti af ljubljana.
skýin fjarlægjast blöðruna og þvagið seytlar út
of oft. þegar ég hleyp finnst mér skýin færast úr stað.

 

 

Kristina Hočevar (1977) er ljóðskáld frá Slóveníu. Hún lærði slóvenskar bókmenntir og málvísindi við Listaakademíuna í Ljubljana. Hún hefur gefið út fimm ljóðabækur: V pliš (Inn í flos, Cankarjeva založba 2004), Fizični rob (Jaðar líkamans, Cankarjeva založba 2007), Repki (Sögur, Škuc 2008), Nihaji (Sveiflur, Cankarjeva založba 2009) og Na zobeh aluminij, na ustnicah kreda (Ál á tönnum, krít á vörum, Škuc 2012).

Repki hlaut bókmenntaverðlaunin Golden Bird og var tilnefnd til Veronika verðlaunanna. Na zobeh aluminij, na ustnicah kreda hlaut Jenko Prize verðlaunin sem Rithöfundasamband Slóveníu veitir.

Ljóð Hočevar hafa verið þýdd á ensku, pólsku, hebresku, ungversku og fleiri mál. Rödd Hočevar’s er ein sú kröftugasta og dýnamískasta innan slóvenskra bókmennta nú um stundir og hún þykir sérlega næm og samfélagslega meðvituð.

Bókmenntaborgin Ljubljana

Lesum heiminn

Textasýningin Lesum heiminn /Read the World er í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 10. - 31. október 2018.

Í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands bregður Bókmenntaborgin Reykjavík á leik með tilvitnunum frá systurborgum sínum í samstarfsneti skapandi borga UNESCO, UNESCO Creative Cities Network. Textarnir fjalla allir um frelsi, sjálfstæði eða uppreisnaranda í sem víðustum skilningi og er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um þessi hugtök og þýðingu þeirra fyrir okkur sem einstaklinga eða þjóðir. Með sýningunni vill Bókmenntaborgin leggja áherslu á þýðingu samtals menningarheima fyrir íslenskt samfélag, fullveldi þess og framþróun og heiðra skáld um víða veröld sem vekja okkur til umhugsunar um ólíkar hliðar frelsis og sjálfstæðisbaráttu í einkalegu og opinberu tilliti.