Frá Milanó Bókmenntaborg UNESCO

Dante Alighieri (1265 – 1321) var skáld frá borgríkinu Flórens á Ítalíuskaganum. Verk hans Hinn guðdómlegi gleðileikur (La divina commedia) er talið með merkustu bókmenntum sem skrifaðar voru á miðöldum. Verkið er einnig talið hafa myndað grundvöllinn að ítölsku ritmáli. Meira má lesa um Dante og ævi hans á Wikepedia.

Bókmenntaborgin Mílanó

Lesum heiminn

Textasýningin Lesum heiminn /Read the World er í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 10. - 31. október 2018.

Í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands bregður Bókmenntaborgin Reykjavík á leik með tilvitnunum frá systurborgum sínum í samstarfsneti skapandi borga UNESCO, UNESCO Creative Cities Network. Textarnir fjalla allir um frelsi, sjálfstæði eða uppreisnaranda í sem víðustum skilningi og er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um þessi hugtök og þýðingu þeirra fyrir okkur sem einstaklinga eða þjóðir. Með sýningunni vill Bókmenntaborgin leggja áherslu á þýðingu samtals menningarheima fyrir íslenskt samfélag, fullveldi þess og framþróun og heiðra skáld um víða veröld sem vekja okkur til umhugsunar um ólíkar hliðar frelsis og sjálfstæðisbaráttu í einkalegu og opinberu tilliti.